Mikið ósköp hafa þingmenn verið íslensku þjóðinni sorglega dýrir

Enn ein sorgarsagan opinberast nú þjóðinni. Landeyjahöfn er enn eitt sýnidæmið sem leggs við hundruðir slíkra frá fyrri árum og áratugum.  Ruglið lýkur aldrei. Engum heilvita manni hefði komið til hugar að setja höfn á Landeyjaströnd. Þetta er svo víðátturuglað að enginn heilvita maður myndi setja stafina sína við svona verkfræðiklúður - ef ofboðslegar fjárhæðir væru ekki upp úr þessu einkaflippi vanhæfra stjórnmálamanna að hafa. 

Ég segi svo nú: að Landeyjahöfn mun verða þjóðarbúinu til skaða og samtímis til stórfelldrar fjárhagsbyrði um ókomin ár.  Ég spái því ennfremur að eftir 10 ár verði hún sandi orpin og svo til horfin inn í síbreytilega strandlengju suðurlandsins. 

Skammist ykkar þið stjórnmálamenn sem ausið peningum í víðátturugluð verkefni sem reynast sjófarendum hættuleg och þjóðinni óendanlega dýr.  Skammist ykkar!


mbl.is Sló flötum í innsiglingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Landeyjarhöfn eigum við Árna Johnsen að "þakka". Hún verður minnisvarði um framtakssemi hans um ókomna tíð.

Erlingur Alfreð Jónsson, 17.11.2010 kl. 21:52

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hann hefur reist sér marga minnisvarðarna hann Árni "skammlausi"!

Baldur Gautur Baldursson, 17.11.2010 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband