21.11.2010 | 20:17
Kirkjan saumar sér nýjan stakk
Ljóst er að Þjóðkirkjan á langt í land med att fjárþörf sína passa í þann efnahagslega stakk sem henni er nú af ríkisvaldinu sniðinn. Kirkjan hefur lifað um efni fram lengi og nú hefur henni verið gefið gula spjaldið. Yfirbyggingin er fram úr öllu góðu hófi, starfsmanna- og embættafjöldi er sömuleiðis langt fram úr því sem hún getur réttmætt. Kirkjan á Íslandi lifir því miður í hugsunarhætti sem er bæði gamaldags og ekki í takt við raunveruleikan. Þörf er á gagngerum breytingur á skipulagi, starfsháttum og stjórn kirkjunnar.
Yfirbyggingin er hluti vandans. Annað er oft á tíðum ólógisk skipting landsins i sóknir og hvernig starfsmenn eru nýttir til þjónustunnar. Tökum dæmi: Suðurland ætti í raun að vera þrjár sóknir. Þrír sóknarprestar, en síðan yrðu hlaupandi svæðisprestar (distriktsprestar). Sóknir yrðu sameinaðar, en umhverfis kirkjur yrðu sköpuð hirðissvæði þar sem sálgæsla, guðsþjónustuhald og kirjuleg starfssemi yrði miðuð að þörfum hvers svæðis, eftir tíu ára starfsáætlun. Í þessari starfsáætlum myndi vera tekið tillit till byggðaþróunar, atvinnuástands, kirkjulegs starfs og möguleika þar að lútandi, sálgæsluþörf og áhuga kirkjunnar að byggja upp eða styrkja ákveðna starfshætti. Þannig myndu "hlaupandi" distriktsprestar vera nýtilegir eftir kunnáttu og getu á ákveðnum svæðum.
Biskupsstofa verði skert sem nemur um 2/3 af starfsmannaflota sínum. Fyrir þjóðkirkju sem telur nú aðeins undir 80% af íslensku þjóðinni þarf ekki slíka ofboðslega yfirbyggingu sem biskupsstofa i Reykjavík hefur. Breytingar sem gerðar hafa verið núna á kirkjuþingi er vísir að skynsamlegri hugsun, en betur má ef duga skal.
Prófastsdæmum fækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.