6.12.2010 | 13:22
Dularfullar mannaferðir
Allir sem ganga um Þingholtin eru grunsamlegir í augum Bandaríkjamanna. Þeir sem hægja á göngu sinni, horfa eitthvert annað en út í bláinn, eru med heyrnartæki eða tala í síma þegar þeir fara um Laufásveginn við sendiráð Bandaríkjanna eru álitnir grunsamlegir, hættulegir, glæpamenn ef ekki hryðjuverkamenn. Allir eru ljósmyndaðir og skráðir í skrár sendiráðsins. Er þetta heilbrigt? Ég bara spyr! Er þetta ekki þráhyggja og ofsóknarbrjálæði af verstu tegund?
[þegar ég skrifa þetta geri ég mér jafnframt grein fyrir að ég muni verða skráður hjá sendiráðinu fyrir að ráðast í orðum mínum að hagsmunum og öryggi sendiráðsins.... Allir vita þetta og það er klikkað!]
Grunsamlegar mannaferðir við sendiráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.