24.3.2011 | 09:39
Ţegar stjórnmálamenn verđa sorglegir
Ţannig byrjađi ég erindi mitt hérna í grannkirkju einni í Stokkhólmi um daginn. Til umrćđu var ástandiđ í Norđur Afríku og arabaheiminum almennt. Eins og ég reit í mínu fyrra innleggi hér á bloggvefnum er ţađ stađföst trú mín ađ vestur evrópskum ađferđum sé ekki hćgt ađ beita í ţeim löndum sem ekki hafa sömu reynslu og viđ höfum af lýđrćđishugtakinu.
En ađ fréttum dagsins. Evo Morales forseti Bólivíu, einu hinna mörgu landa Suđur Ameríku sem hafa reynt í á annađ hundrađ ár ađ höndla lýđrćđi - en mistekist - og ţjáningarbróđir hans Vladimir Zhirinovskyj í Rússlandi - landi sem aldrei hefur búiđ viđ gegnsćtt lýđrćđi, kveinka sér ógurlega núna. Stađreyndin sem blasti viđ heiminum ţá er Barack Obama fékk Friđarverđlaun Nóbels i Oslo 2009, sýndi allt annađ en ţađ sem verđlaununum var ćtlađ ađ sýna í upphafi. Hér var bara um vinsćldakeppni verđlaunanna viđ Grammy, Oscar og Golden Globeverđlaunin. Spurningin er: Hver fćr finustu gestina á sína verđlaunahátíđ. Og hver fćr sina mynd tekna međ stćrstu nöfnunum. Auđvitađ snýst ţetta ekki um friđ eđa ţađ ađ koma á friđiđ í hrelldum heimi. Ónei. Ef einhverjum hefur dottiđ slíkt í hug, hefur sá hinn sami falliđ í propagandagryfju PR-fyrirtćkja. Nóbelsverđlaunin voru vissulega friđarverđlaun ţegar til ţeirra var stofnađ og ţau fyrst veitt Henri Dunant stofnanda Rauđa krossins og Frédérik Passy stofnanda Frönsku friđarhreyfingarinnar áriđ 1901. Síđan hefur siguđ á ógćfuhliđina fyrir verđlaununum og í dag eru ţau einskis virđi.
Nokkrir ţeirra sem fengiđ hafa verđlaunin eru: (og hugsi nu hver fyrir sig hvađa afrekaskrá ţessir ađilar hafa - googla gjarnan)
2009 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna sem stendur í ţví ađ bombardera almenna borgara í Líbýu í skrifandi stund
1994 Yassir Arafat, Shimon Perez, Ytzhak Rabin - ráđamenn i Palestínu og Ísrael (stríđsglćpir á báđa bóga)
1973 Henri Kissinger, utanríkisráđherra, lét kasta sprengjum á Kambodíu og Norđur-Víetnam
1953 George C Marshall, varnarmálaráđherra Bandaríkjanna í Kóreustríđinu
Spurningin er, hvort ekki sé komiđ ađ ţví ađ byggja bara skóla fyrir börn í Afríku, Asíu og Suđur Ameríku fyrir verđlaunaféđ, í stađ ţess ađ upphefja einstaklinga sem eru ekki svo friđelskandi?
Zhirinovskyj og Morales eru heldur ekki barnanna bestir. Ţetta er reyndar ađ kasta steini úr glerhúsi eins og einhver sagđi. Morales styđur og nýtur sjálfur stuđnings skćruliđasveita í sínu landi. Fíkniefnavandinn hefur aukist ţar um leiđ og fátćktin í landinu. Zhirinovskyj er ekki heldur neinn Vinardrengjakórsmeđlimur í ţessu sambandi og á sér einkar spennandi sögu. Ţótt svo ađ ummćli hans og kenningar um kynţćtti og rétt Rússa til lands á kostnađ annara ţjóđ- og kynţátta sé ekki nein kvöldlesning fyrir börn.... er hún spennandi fyrir hina hjartasterku.
Nej nej ... ţessir stjórnmálamenn eru bara SORGLEGIR.
![]() |
Vilja svipta Obama friđarverđlaunum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alţjóđamál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:48 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.