Búið spil... aurarnir horfnir!

Það er nú komið að skuldadögum og ljóst að peningana verður að taka einhversstaðar.  Yfirstjórn Þjóðkirkjunnar á Íslandi ákvað að greiða nokkrar skitnar milljónir till kvennanna sem barist hafa fyrir sínum málum gegn, fyrst fyrrum biskupi Íslands, herra Ólafi Skúlasyni og síðan sitjandi (meðan þetta er ritað) biskupi Íslands og yfirstjórn kirkjunnar.  Ekki fékk þó dóttir fyrrverandi biskups neinar bætur þótt sannarlega ætti hún rétt á þeim eftir niðurlægingargöngu sína fyrir núverandi biskup og kirkjuráð.  Nóg um það.

En sorglegt er til þess að hugsa að nú þurfi að selja kirkjujarðir, enn einusinni. Þetta hlýtur að vera með þeim síðustu.... Mín spurning er:  Hvernig í ósköpunum ætlar þjóðkirkjan að standa straum af kostnaði við starfsemi sína þegar aðskilnaður ríkis og kirkju verður innan skamms?   Í Svíþjóð, þar sem kirkja og ríki skyldu árið 2000, fær kirkjan ENGA peninga frá ríkisvaldinu til starfsemi sinnar.  Kirkjan byggir fyrst og fremst á sóknargjöldunum sem hver og einn skattbær einstaklingur, sem er meðlimur, greiðir.  Þ.e.a.s. 0,7% af tekjum sínum.  Þessir fjármunir nægja ekki til að bera uppi starfsemina og viðhald kirkjubygginga.  Heldur verður kirkjan að taka inn leigugjöld af skógum, bændajörðum, laxveiði, námugreftri í löndum sínum, skotveiði, skógarhöggi og hlutabréfum.  

Því miður er grunnhyggni kirkjunnar á Íslandi svo ótakmörkuð að stjórnendur hennar halda að allt bara muni "reddast" þegar að skilnaði kemur.   Eða er þetta bara hinn íslenski hugsunarháttur sem keyrt hefur þjóðina svo oft í kaf aumingjaskapar og fyrirhyggjuleysis: að við njótum peninganna sem við eigum og leggjum ekkert fyrir - því þegar erfiðu árin koma, verðum við örugglega dauð.  En minnisvarðarnir sem við keyptum yfir okkur sjálf standa.


mbl.is Tvær kirkjujarðir auglýstar til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband