Siðferði okkar prófað

is your religionÉg hef sennilega greint frá því fyrr, en á vinnustað mínum starfa nokkrir flóttamenn. Þetta er fólk frá Líbanon, Írak, Tyrklandi / "Kúrdistan" och Íran. Þetta er allt fólk sem gengið hefur í gegnum verstu hremmingar. Frásögn þessa fólks af óseigjanlegum hörmungum, flótta, óöryggi, limlestinga, mannréttindabrota, nauðgana, mannrána og missir ástvina - er sorglegri en orð fá lýst. 

Allt þetta fólk er kristið. Þetta fólk tilheyrir þremur mismunandi kirkjum, þ e a s Sýrisk-Orþódoxakirkjunni, Kaldeönsku katólsku kirkjunni og Assýriönsku kirkjunni.  Þetta er fólk sem lifði á tímum Saddams Hússeins í friði og spekt við granna sína sem voru margir hverjir múslimar, hvort tveggja shía- og súnnímúslimar.  Eftir árás og yfirtöku Bandaríkjamanna og fylgismanna þeirra á Írak -var eins og ill öfl í samfélaginu í Írak væru leyst úr böndum.   Borgarastyrjöld hefur ríkt í Írak síðan eftir að Saddam Hússein var myrtur af Bandaríkjamönnum.  Bandaríkjaher og fylgislönd hans hafa síða yfirgefið landið og skilið það eftir í logandi borgarastyrjöld þar sem shía- og súnnímúslimar hafa murkað lífið úr hver öðrum - en síðan sameinast í því að myrða og misþyrma kristnum.  

Ástandið eins og því er lýst af samstarfsfólki mínu sem á fjölda skyldmenna í Írak - er skuggalegt. Eftir að skæruliðahópar shíamúslima (nú undir nafninu ISIS - áður ISIL) hafa nú tekið völdin í stærri hluta norður Íraks virðist enginn hultur.  Shíamúslimum er útrýmt og kristnum er safnað saman og þeir skotnir hópum - leiddir til slátrunar.  Fyrir hverjar sakir:  Jú, fyrir að vera kristnir.

Sjúkleiki stríðsins er algjör.  Ég hef séð fréttaskýringavídeó frá Írak sem ekki hafa verið ritskoðuð af vestulenskum fréttastofum. Videóklipp sem sýna tugi fólks hnakkaskotna af gólandi múslimum sem skrækja og hrópa "Guð er stór, og Múhameð er spámaður hans".   

Ef eitthvað gerir lítið úr guðdómi þeim sem þessir skæruliðar og hryllingsmenn segjast aðhyllast - þá eru það þeir, gjörðir þeirra og hryggðarstefna.

Hvatning mín er:  Það er rétt að sýna ljótleika stríðsins sem Vesturlönd á bandi Bandaríkjamanna hópu þegar á síðasta áratug síðustu aldar.  Er ekki rétt að Bandaríkjamenn taki nú ábyrgð á þessum ófögnuði.  Það voru þeir sem stofnuðu Al-qaida 1984 í stríðinu í Afganistan mót Sovétríkjunum, þar voru Bandaríkjamenn sem drápu Saddan Hussein og komu á óstöðugleika í Írak. Það eru Bandaríkjamenn sem greiða skæruliðum og trúarofstækismönnum í Sýrlandi í stríðinu mót Bashar al-Assad (réttkjörnum forseta landsins).   Er ekki komið nóg?  

Við getum ekki verið hlutlaus og þóst ekki sjá hvað er að gerast í þessum hrjáðu löndum Miðausturlanda.   Við getum ekki stanslaust þóst ekki sjá og blundað fyrir ástandinu.

Fjöldi fréttaskýringavideóa og ástandsfrétta hef ég undir höndum sem kanske gætu vakið upp augu og hjörtu Íslendinga.  Þessi vídeóklipp krefjast þó að maður skráir inn sig á youtube.com med notendanafni.  

https://www.youtube.com/watch?v=28kOCDFmSZs

https://www.youtube.com/watch?v=xAgUbO8kVak

https://www.youtube.com/watch?v=E3nM4wAsUOA 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband