28.7.2014 | 15:21
Nokkur orð um hjónavígslur
Fyrir nokkrum dögum sá ég á Facebook mynd birta af pari sem var að fara gifta sig. Á myndinni var brúðguminn íklæddur "Darth vader búningi" meðan brúðurin var íklædd smekklegum brúðarkjól. Þessi mynd vakti hjá mér spurningar, spurningar sem komið hafa upp áður þegar ég hef séð eitthvað líkt - helst frá Bandaríkjunum. Það er jú helst þar sem fólk í því afhelgaða landi tekur upp á þvílíku.
Fyrstu viðrbrögð mín voru að mér fannst myndin af Darth vader og hans verðandi frú skrípaleg og sorgleg. Samtímis þessum næstum því ósjálfráðu viðbrögðum mínum, vaknaði spurningin hjá mér: Er kirkjunni virkilega svo illa komið í vinsælda- og frægðarleit sinni - að slíkur pópúlismi er farinn að stýra kirkjulegum athöfnum. Á myndinni var presturinn sem annaðist vígsluna í guðsþjónustuklæðum - svo ekki var um einvörðungu veraldlega hjónavígslu að ræða - heldur kirkjulegt brúðkaup.
Spurningin er: Hversu langt á kirkjan að ganga í að ganga eftir hugmyndum fólks sem vilja hafa grínbrúðkaup? Er ekki eitthvað til sem heitir sjálfsvirðing kirkjunnar. Er kirkjan ekki farin að ganga of langt í að kaupa sér vinsældir? Ganga svo langt eftir tiktúrum þeirra sem nota vilja þjónustu kirkjunnar að kirkjan verður í lokin án sjálfsmyndar? Af hverju vill fólk að prestur vígi fólk?
Er það ekki vegna þess sem það inniber: hefðin, trúin, sýnin á hjónaband/fjölskylduna, blessunin og sú brú sem kirkjan milli hins sem var, er og kemur?
Ég lít þetta alvarlegum augum. Auðvitað má fólk velja sér brúkaupsklæði að vild, en að klæðast Darth vader búningi (sem til og med hylur andlitið) - er bara merki hnignunar í brúðkaupssiðum og sjálfsmynd kirkjunnar.
Hér er þörf á að fá prestana til umhugsunar um efnið.
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.