29.7.2014 | 20:39
Hvar ertu Kemal Atatürk?
Eitthvað þykir mér Tyrkir vera farnir að beita sér ískyggilega mikið fyrir íslamsvæðingu stjórnmála og samfélags í Tyrklandi. Vað það ekki einmitt það sem kom Tyrklandi aftur á fæturna eftir hrun ottómanska veldisins - að stjórnkerfi, skólar og herinn var aðskilinn frá íslam og þeim hefðum og fjötrum sem trúarbrögðin höfðu bundið um fætur ríkisins.
Í fjöldamörg ár, eða allt frá 60. áratugnum hafa kristnir verið á flótta undan ofsóknum tyrkneskra yfirvalda. Kristnir hafa verið beittir mannréttindabrotum og hafa þá sérstaklega grísk-orþódoxakirkjan verið beitt mestu ofbeldi. Hvað er að gerast fyrir botni Miðjarðarhafsins? Er Íslam í útþennslu? Þurfum við að vera á varðbergi og vernda menningu okkar og hefðir?
http://www.hurriyetdailynews.com/Default.aspx?pageID=238&nID=69732&NewsCatID=338
Konur hlæi ekki hátt á almannafæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Trúmál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:46 | Facebook
Athugasemdir
"Í fjöldamörg ár, eða allt frá 60. áratugnum ..."
60. (sextugasti) áratugurinn er ekki til, nema þú teljir tímann í áratugum frekar en öldum. Þá kemur 60. áratugurinn eftir 59. áratugnum. Þú átt væntanlega við 6. (sjötta) áratuginn.
Aztec, 30.7.2014 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.