28.12.2015 | 13:12
Stimplar og frímerki
Já, mikið þótti mér gaman að sjá að Kristniboðssambandið sé að safna notuðum frímerkjum. Það er bæði gaman að hugsa að notuð frímerki verði til gagns fyrir alla þá sem starfsemi Kristniboðssambandandsins nær til - en einnig að fólk hugsi til verðmæta "gagnslausra" hluta. Þannig er mál með vexti nefnilega - að Íslandspóstur og íslensk ferðamálayfirvöld hafa tapað svo að segja sýn á þýðingu þessara smáhluta - frímerkjanna. Frímerki eru eitt púsl í landkynningu Íslands og ferðamannaþjónustu.
Ég er einn af þeim sem skoðar gaumgæfilega bréfumslög sem ég fæ, frímerkin og stimplarna á þeim. Áður fyrr gátu slíkir stimplar verið virði margra króna, eftir því hvaðan þeir komu. Minnist ég þess að mér þótti gaman að fá bréf frá Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Flatey á Breiðafirði svo eitthvað sé nefnt. Virði þessara bréfa var margfalt og sóttust frímerkjasafnarar eftir þeim eins og heitum lummum. Djupivogur hafði gamlan stimpil til dæmis - stimpil sem var gamall og af gerð sem ekki sást lengur neman frá nefndum stað.
Nú er þetta svo til horfið. Kannski getum við kallað þetta nostalgíu. En þetta hefur virði fyrir marga - fleiri en okkur grunar. Sjaldan er nú gætt að því að stimpla frímerkin vel, pósti er safnað frá stórum svæðum og litlu pósthúsin flest horfin. Fágætir stimplar heyra næstum því sögunni til og frímerkin oft ekki upp á marga fiskarna.
Reynt er að spara í pósthirðingu, vélstimplanir eru nær eingöngu notaðar og þegar meður fer með bréf á pósthús eða pakka er ekki einusinni sett frímerki - heldur miði sem segir til um burðargjaldið. Þessir miðar eru einskis virði fyrir safnara och Íslandsáhugafólk. Með tilkomu Íslandspósts hefur áhuginn og þekkingin á stimplum, frímerkjum og gildi þessara þátta svo til horfið. Því miður!
Hendum ekki verðmætum! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.