23.2.2016 | 21:17
Paolo Macchiarini
Hann er kallaður fyrir "skandalskurðlæknirinn Paolo Macchiarini" og hefur vakið umræðu um pólitísk afskipti stjórnmálamanna af rómaðri rannsóknahefð og orðstý Karolinska Institutet i Stokkhólmi.
Skugga hefur verið kastað á hina þekktu stofnun sem tengd er órjúfanlegum böndum við Nóbelsverðlaunin í læknavísindum og rannsóknir hinna helstu fræðimanna innan læknavísinda og rannsókna þar að lútandi.
Fyrir nokkru síðan komu fram klögumál á hendur Paolo Macchiarini fræðimanni á Karolinska institutet og skurðlæknis á Karolinska sjukhuset. Hann var fyrst borinn sökum í læknatímaritum að hafa starfað ófræðimannlega og að hafa fúskað með viðurkenndar og víðteknar rannsóknaraðferðir. Við hann voru bendluð nokkur andlát sjúklinga (eftir uppskurði) þar sem hann var ábyrgur læknir.
Einnig er staðhæft að Paolo hafi haft falskt CV og að upplýsingar þar standist ekki.
Yfirmenn sjúkrahússins og institutsins hafa lengi vel varið Paolo - en þegar hlutlaus rannsóknarnefnd komst að því að klögumál lækna og annarra hafið verið rökstudd med gildum dæmum - hefur tónninn breyst. Stjórnmálamenn hafa þá gengið inn og varið Paolo - þótt að sýnt hafi verið að hann hafi gerst brotlegur og að rannsóknir hans hafi verið neðan alla góða rannsóknarreglu og aðferð.
En eitthvað virðast yfirmenn Karolinska Institutet och Karolinska sjukhuset hafa vaknað. Anders Hamsten hefur sagt af sér embætti rektors KI og þar með tekið á sig hluta árbyrgðar vandans. Paolo er hættur (rekinn burt) sama gildir um konrektor (ábyrgur stjórnandi rannsóknardeilda) Hans-Gustaf Ljunggren - einnig beðist lausnar.
Hér tekur fólk ábyrgð á sínum embættum og orðstý þessarar stofnunar sem virt er á heimsvísu. Eitthvað sem embættismenn á Íslandi mættu taka sér til fyrirmyndar.
_________________________
Hægt er að lesa meira um þetta allt hér (klikka á slóðina)
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.