5.4.2016 | 20:49
Gerilsneyddar kosningar. Subito!
Líklega er best að kjósa á nýtt og setja reglur um að þeir sem eiga erlenda bankareikninga eða standa i viðskiptum erlendis fyrir fjárupphæð hærri en miljón krónur ættu ekki að fá að bjóða sig fram. Sama gildir um aðila sem eiga fiskikvóta, standa í eignahaldi á stórfyrirtæki eða hafa staðið í braski sl. 10 árin.
Það verður að hreinsa stjórnmálin frá græðgishugsun, skammsýni stjórnmálamanna og fá smá meiri væntumþykju fyrir landi og þjóð inn í stjórnmálin og stjórn Íslands. Ásýnd lands og þjóðar út á við er mikilvæg. Rétt eins og staðan er núna - erum við aðhlátursefni heimsins. Litla Ísland með kúkinn í buxunum, eina ferðina enn.
Hreinsum stjórnmálin, Alþingi og gefum fólkinu von og traust á lýðræðinu á ný.
Mun ræða hvort flýta eigi kosningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.