15.8.2016 | 09:03
Hvar ertu Kemal Atatürk?
Það er skrýtið að sjá hvernig Tyrkland hefur þróast öruggum skrefum frá því að vera land á vegi lýðræðis og framsóknar í flestum málefnum til þess að draga sig tilbaka til fornra gilda íslams og brota á tjáningarfrelsi þjóðfélagsþegna Tyrklands. Þróunin undir stjórn Erdogans forseta landsins hefur sýnt merki afturhaldsstefnu og tilbrigða við íslamsvæðingu undir valdatíma hans. Minnihlutahópar eru aftur komnir undir hælinn á stjórnvöldum, frjáls hugsun er ekki leyfð, stjórnarbylting er sviðsett til að skapa forsendur till kollveltingar á gildum landsföðursins Kemal Atatürk sem grundvallaði Tyrkland úr rústum Ottómanska ríkisins. Aukin áhersla á múhameðstrú í stjórnkerfinu,salafistísk áhrif í skólum, dómskerfi, fjölmiðlum og fleiri stöðum eru virkilega orðið skelfileg. Þjóðin er skipt í tvær fylkingar: Þá vestrænu sem býr í stórborgunum - þá sér í lagi Istanbúl (Konstantínópel) og svo hinir sem búa í eystri hluta landsins og í dreyfbýlinu.
Þetta ber að skoða og ástandið í Tyrklandi ætti að hafa góðan gaum á!
Áhlaup á dómstóla í Istanbul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.