Græðgin kemur okkur i koll

Það sýnir sig best núna að ferðamenn eru farnir að draga saman verudaga á Íslandi og þetta einkum og sér í lagi vegna þeirrar gjaldtöku, yfirverðs, græðgi og gullæðis sem Íslendingar hafa sýkts af.  Á ferðalagi mínu um Ísland á fyrra ári varð mér þetta ljóst. Ferðamenn voru búnir að spara til draumaferðarinnar til Íslands - en þegar ferðin var síðan hálfnuð voru aurarnir búnir. Þetta vegna þeirrar okrunar og yfirverðs sem mætti ferðamönnum út um allt.  Þjónustan var oft léleg och heimtufrekjan hjár Íslendingunum og minnkuð þjónustulund var það sem mætti fólki.   

Ég er hættur að ráða fólki að ferðast til Íslands - þar til heilbrigð ferðamennska verður aftur á döfinni á landinu.   

Það er skömm að þessu yfirverði.  Íslendingar eru búnir að skjóta sig í fótinn!


mbl.is Ferðamenn stytta dvölina á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

það hefur sýnt sig gegnum tíðina að verslunarrekstur á Íslandi hefur alla tíð glímt við algjört siðleysi og okur, það sýnir sig best núna þegar Costco er að koma og allir eru með allt á útsölum til að reyna að losna við lagerinn áður en Costco byrjar, það er óskandi að Costco komi með aukið heilbrigði inn í Íslenska verslun. 

Hrossabrestur, 23.4.2017 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband