Samtal um eitt manneskjulíf

Í gær sat ég á bekk í Kungsträdgården i mið Stokkhólmi. Veður var harla napurt þótt vorblikur hefðu verið á lofti þegar fuglarnir hófu söng sinn í runnunum í kringum gosbrunninn hans Molins. Stóru pílviðartrén sofa enn, sennilega ekki kominn tími á þau að hengja sítt langa dapra laufskrúð enn. Við hlið mér sat maður sem hafði verið að fleygja brauðmylsnu í fuglana, rétt eins og með vilja. Þegar nánar var að gáð hafði hann við hlið sér hvítan langan staf. Skyldi ég þá að hann hafði ekki beinlínis verið að miða á fuglana, heldur aðeins kastað molunum í áttina að hljóðinu.

"Fallegur morgun ekki satt?" segir hann við mig.  "Jú, virkilega fallegur" svara ég. Eftir ómeðvitað lendum við í hrókasamræðum, hann Ingmar, segir mér af sinni óheppni að hafa lent í mótórhjólaslysi fyrir um 10 árum. Allir hafi sagt að hann ætti eftir að kála sér eða í versta falli drepa einhvern um leið og hann kálaði sér á þessu bévítans mótórhjóli. Hvað var maður á hans aldri að fá sér mótórhjól. Hafði þetta kannski bara verið grái fiðringurinn?  Nei hann hafði alltaf haft draum um að eignast mótórhjól. En eitthvað hafði vantað peningana og tíma. Loks hafði honum tekist að verða sér út um svona apparatus.

Það hafði verið fimmtudagskvöld og hann á leið til vinnunar í Óperunni, að ölvaður ökumaður ekur á hann. Þá var starfi hans sem ljósamanns í Óperunni lokið. Hann hafði skaðast á sjón og brotnað illa í þessu slysi, en svo náði hann sér fyrir utan að sjónin hafði versnað og síðan alveg horfið. 

Hann hvað sig síðan hafa verið að læra á "ljósastillingar myrkursins", að ekki væri allt jafnt svart. Pólitíkin væri fjandi svört. Konan hans hefði orðið svört yfir nóttu.  Vinir hans væru allir svartir.  Hann sagði að honum liðið eins og að nóttu til í Úganda. 

Það sem vakti furðu mína var bæði jákvæðni þessa manns og húmor. Hann tjáði mér að hann hefði fengið allt annan samfélagsskilning eftir slysið. Hann hefði það dágott en skildi ekki fólk lengur. Hann hefði samt svolítið reynt að katergórisera hin ýmsu aldursskeið og langanir fólks. Hann útskýrði fyrir mér að þetta gæti til dæmis svona:

Þegar þú ert 15 ára viltu ATHYGLI, þegar þú svo ert 20 ára krefstu þess að vera ÓBUNDINN,  þegar þú nærð 30 árunum viltu HREYFANLEIKA, þegar þú fagnar 40 árunum sækistu i REYNSLU, 50 ára viltu ÖRYGGI og þar stend ég sagði hann, kominn langt í 60 árin. "Og hér stendur allt og fellur" sagði hann "med VVV eða v-unum þremur: Valium, Vinunum og Víagranu."

Hann sagði að nútíminn liði fyrir offramboð af upplýsingum samtímis og að við liðum fyrir athyglisleysi. Enginn skiptir máli lengur sem einstaklingur sem persóna.

Þegar mér verður litið upp á trunklukkuna á Sankti Jakobskirkjunni, er mér ekki til setunar boðið. Ég segi honum að ég verði að fara að vinna. Að hann hafi "oppnað" mín augu þennan daginn og þakka Ingmar fyrir að hafa gefið þessum aukið gildi.

___________________________

Í dag er ég búinn að vera svo duglegur, að mér finnst. Á föstudaginn skila ég inn lokaverkefni í kúrsinum sem ég er nú að ljúka. Kúrsinn kallast "Kritiskt mediebruk I" og hefur verið einstaklega krefjandi en um leið fjarska áhugaverður. Samnemendur mínir hafa höndlað kúrsinn með ýmsu móti. Hér er verið að fjalla um fjölbreytt form áróðursmynda, kvikra mynda sem og nettengdu efni seinni tíma. Hér fá ismar heimssögunnar bæði rúm og umfjöllun. Hér frá glæpaverk 1900 aldarinnar umfjöllun samtímis og réttlætingarvinna og áróðursmaskínur samtímans eru borin saman við glæpi fyrri tíma.  Manneskjan breytist ekkert. Verkefnið er að 2/3 hlutum lokið og mun ég á morgun sökkva mér niður í síðasta hlutann og þjarma svolítið að feministum nútímans, með þeirra eigin rökum. Það verður gaman að sjá hvað rauðsokkurnar í kúrsinum mínum segja þegar ég presentera myndaseríu Inez van Lamsweerdes Thank you Thighmaster.   

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband