Ex libris 1

Att se och tänka med ritual - Kontraktrerande ritualer i de isländska släktsagorna (2005)

Áhugaverð bók fyrir þá sem eru áhugasamir um samfélagbundnar siðvenjur. Hér fjallar höfundur dr. Peter Habbe (f. 1964) sem starfar sem menntaskólakennari á sérlega greinargóðan og upplýsandi máta um hefðarhelgaðar siðvenjur svo sem þær hafa birst honum í gegnum fornsögur Íslendinga. Hann dregur fram fjölmörg dæmi um hvernig við getum þekkt þessar siðvenjur sögualdar og hvernig við í dag sjáum leifar þessara í útþynntu atferlismunstri dagsins í dag ár 2008. Skemmtilegt er að sjá hvernig hann tengir trúarstef í túlkun sína á þessu formi samningagerðar, þakkargjörðar, vináttuvísis, fóstbræðralags, gjafahefðar sem og kurteisi. Hin júridíska hlið þessara hefðarhelguðu siða tengir hann sögnum fornaldar, upphafi þjóðarinnar og svo hinum gömlu fjölskyldusögum íslendingasagnanna. Rit Peters Habbe ( 2005: ISBN 91-89116-79-8 ) er hluti af bókaflokknum Vägar till Midgård og telst vera 7. rit þess flokks. Áhugaverð bók fyrir fróðleiksfúsa um fornaldarsiðu og samningagerð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband