18.4.2008 | 12:28
Emblems of mortality
Fann á fornsölu þessa litlu skemmtilegu bók um tákn fallvaltleikans. Bókin Emblems of Mortality - Representing by Numerious Engravings DEATH Seizing All Ranks and Conditions of People (1846) fjallar um eins og titillinn segir best sjálfur frá, hvernig dauðinn skerst inn í líf fólks á siðferðlegum ögurstundum í lífi þeirra - myndskreytt með myndristum gerðum eftir málverkum i domínikanaklaustri i Basel, Sviss. Sú sem ég læt flakka hér heitir The Magistrate:
"Og enn sá ég alla þá kúgun, sem viðgengst undir sólinni: Þarna streyma tár hinna undirokuðu, en enginn huggar þá. Af hendi kúgara sinna sæta þeir ofbeldi, en enginn huggar þá."
[Préd. 4:1]
"Sá sem byrgir eyrun fyrir kveini hins fátæka, hann mun sjálfur kalla og eigi fá bænheyrslu"
[Orðskv. 21:13]
"Ræn eigi hinn lítilmótlega, af því að hann er lítilmótlegur og knosa eigi hinn volaða í borgarhliðinu, því að Drottinn mun flutja mál þeirra og ræna þá lífinu, er þá ræna"
[Orðskv. 22:22]
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.