Japönsk kirsuberjatré - sakura

Vorið er komið í Stokkhólmi. Ég var staddur í Kungsträdgården í dag eftir orgeltónleika sem ég var á.  Himneskan ylminn og fegurðina algjöru lagði fyrir augu og nef. Hvílík fegurð!  Þessi vorboði blasti fyrir augum hundraða manneskja sem komnar voru í garðinn til að sjá herlegheitin.  Garðurinn ylmaði allur af ljúmsætum unaðsylminum. Þetta var eins og paradís á jörðu. Búið var að kveikja á litlu gosbrunnunum í miðju garðsins svo skvampið í vatninu hafði næstum því seyðandi verkan.

Ég tók nokkrar myndir, en hef verið í basli með að fá myndirnar úr myndavélinni yfir í tölvuna. Kannski koma þær síðar!   Hérna er þó ein fengin að láni, sem þó gefur ekki raunrétta mynd af aðstæðum, en hugmynd samt:

körsbär

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún og Valdi

Heill og sæll..

Ég er sammála þér með kirsuberjatrén.. Þau eru mögnuð.. Það er allt morandi af þessu hér í Malmö.. Ég hef aldrei séð annað eins...

Það er rétt hjá þér með Evróvision lag Svíanna.. Það á enginn séns í þrjár konur í mjög efnislitlum kjólum dansandi með stór brjóst.. BINGÓ.. Formúlan er fullkomin.... Ég grísa á að úrslitin verði Svíþjóð í fyrsta og svo Ísland í öðru sæti eins og um árið.... Ekki nóg með að tapa fyrir Svíum aftur heldur sömu blondínunni... Annars eru þessi lög svo svipuð að það verður einhver samkeppni og deiling á atkvæðum á þau....

Kveðjur úr vorinu í Malmö

Guðrun Bjarnadóttir

www.malmo.blog.is

Guðrún og Valdi, 18.4.2008 kl. 19:26

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þetta er alveg yndislegt. Maður verður aldeilis heltekinn af þessu. Skal aftur á morgun og taka fleiri myndir.  Kveðjur til Malmö. Á morgun er ársfundur Íslendingafélagsins í Svíþjóð, líklega skýst ég á hann fyrsta skipti og kíki á liðið!  :)   Gildir bara að vera social 

Baldur Gautur Baldursson, 18.4.2008 kl. 20:00

3 Smámynd: Fanney Dagmar Baldursdóttir

Gott að þú kannt að meta þetta. Ekkert eins sorglegt eins og Íslendingar sem búa í útlöndum og taka ekki eftir þessu sem við höfum ekki hérna heima...

Fanney Dagmar Baldursdóttir, 20.4.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband