Barnalegir bílstjórar skjóta sig í fótinn

Óskaplega þykir mér hryggilegt að sjá hvað atvinnubílstjórar hafa á prjónunum. Það er ekki réttindabaráttu þeirra til framdráttar að gera forseta Íslands kjánalegan í augum alheimspressunnar. Atvinnubílstjórar sem hafið svona lagað fyrir ykkur, að ætla að aka framhjá forsetasetrinu á Bessastöðum og þeyta lúðrana ykkar; mikið ósköp er þessi framkvæmd ykkar ykkur til lítils framdráttar og smækkunar.  Grunnhyggnum kann að þykja þetta til að vekja athygli á ykkur, en því miður held ég að þið hafið fengið fólkið á móti ykkur.

Að ráðast að embætti forseta Íslands á þennan máta, er lágkúrulegt. Allir vita að forseti Íslands getur EKKERT gert í ykkar réttindabaráttu. Hann hefur afar takmörkuð völd, sem einagrast við myndanir utanþingsstjórna og staðfestingar laga.  Gerið hann hlægilegan, gerið okkur hin hlægileg í augum alþjóðafjölmiðla, en vitið að með svona atferli hafið þið tapað stuðningi margra.

Hafið enga þökk!


mbl.is Bílstjórar stefna að Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

M.ö.o Forsetaembættið er algjörlega vita gagnslaust

Glanni (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 13:22

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það er samt ekki spurningin hér!  (Reyndar er ég gersamlega ósammála þér!) Það sem ég er svo ósáttur við er að Íslendingar hamast við að níðast á þeim sem ekki geta vörn sér veitt. Hér hefur þessi framkvæmd atvinnubílstjóra EKKERT með forsetaembættið að gera. Hann er valdalaus hvað þá snertir og skyldi hann eitthvað taka þátt í þeirra réttindabaráttu, væri hann þegar óhæfur að gegna embætti sínu. Bílstjórarnir skilja þetta ekki, því miður!

Baldur Gautur Baldursson, 22.4.2008 kl. 13:27

3 Smámynd: Guðmundur Karl Magnússon

Það vita það allir sem eru með vit í kollinum að forsetaembættið er skraut fyrir íslensku þjóðina en ég sé ekkert að því að mótmæla fyrir utan Bessastaði hjá manni sem hefur milljón+ á mánuði og þarf ekki borga bensín allt í boði þjóðarinnar....

Guðmundur Karl Magnússon, 22.4.2008 kl. 21:08

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Óupplýst snakk!

Baldur Gautur Baldursson, 23.4.2008 kl. 05:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband