23.4.2008 | 05:41
½ hundaeigandi
Nú getur maður orðið svokallaður "hálfhundaeigandi"! Já, fyrirtæki sem heitir Flexpetz hefur byrjað að leigja út hunda og önnu dýr til fólks sem hefur ekki tíma fyrir dýr 24/7. Nú geta til dæmis þrír aðilar deilt með sér einum hundi, sem þegar hans er ekki óskað getur síðan búið á hundaheimili. Áskrift fyrir hund á ári er um 6 000 kr. Síðan bætist við svipuð summa fyrir hvern "notaðan" mánuð.
Heyrst hefur verið að dýraverndurnarfélög hafi látið heyra í sér vegna þessarar þjónustu.
Athugasemdir
Jassó! Hljómar vel... Ég ætla að fá mér svona 1/2 barn. Fara með það út að labba stundum, kenna því eftir skóla þegar ég hef tíma, taka það með í fjölskylduboð... nú svo gæti nú verið gaman að skreppa með það í sund og í ferðalög, þegar mér hentar. Vona bara að hinar fjölskyldurnar sem eiga í barninu séu með svipaðar skoðanir og ég á uppeldi. Neah það skiptir svo sem ekki máli, ég get örugglega fengið nýtt barn þegar þetta verður eitthvað erfitt.
Fanney Dagmar Baldursdóttir, 30.4.2008 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.