28.4.2008 | 10:17
Tökum upp dönsku krónuna
Ég held að það sé svo komið fyrir íslenskum fjármálastjórnvöldum að best sé fyrir þau að taka upp samstarf við t.d. Dani og biðja þá ásjár. Allt er betra en þessi vitleysa hér. Að vísitala neysluverðs hækki um 3,4% og 11,8% á heilu ári. Helt hreint og beint að komið sé tími fyrir stjórnvöld að hætta vinna fyrir bankana og vinna fyrir þjóðina. Gerum íslenska hagkerfið tengt því t.d. danska og tökum upp dönsku krónuna (öllum er sama hvernig myntin eða seðlarnir líta út hvort eð er) og gerum íslenska fjármálaráðuneytið að skúffu í því danska - og öllum verður gott af!
Mesta verðbólga í tæp 18 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Danir færa sig yfir í Evru á næstu árum. Þannig séð væri ekkert sniðugt að taka upp danska krónu. Hins vegar hefur norska krónan verið nefnd (sem er ansi öflugur gjaldmiðill).
Íslendingar og norðmenn virðast ekki vilja ganga inn í Evrópusambandið og þá væri ekkert svo vitlaust að ganga í myntsamstarf utan sambandsins.
Reynir Jóhannesson, 28.4.2008 kl. 10:50
Takk Reynir! Þetta er snjallræði. Spurning hvort þessi tvö lönd ættu ekki að gera með sér fjárhagsbandalag, slá mynt til samans og vera þar af sterkari til að takast á við viðskiptamarkaði heimsins. :)
"NorIs" bandalagið
Baldur Gautur Baldursson, 28.4.2008 kl. 11:01
Ég mæli reyndar með þeirri færeysku ...
Tökum upp færeysku krónuna!
Hallur Magnússon, 28.4.2008 kl. 11:08
Ha ha ha ... jamm. Mesta synd tel ég af því að við getum ekki uppreist gamla Kalmarsambandið og nú með upphaflegu löndunum + Íslandi, Færeyjum, Álandseyjum, Grænlandi og Finnlandi. Þetta yrði samband með um 24.771.389 milljónum íbúa og með landi að flatarmáli 1.510.672 ferkm. Þetta yrði land sem tekið væri mark á í alþjóðasambandi og staðsetning + fjölbreytt auðæfi yrði til að styrkja heildina.
Baldur Gautur Baldursson, 28.4.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.