28.4.2008 | 12:15
Stjórnmálamenn! Gerið eitthvað! Engin neyddi ykkur að gerast fulltrúar okkar, þið buðuð ykkur fram!
Já, gerið eitthvað. Látið ekki þjóðina lamast af grautarganginum. Hér þarf að bretta upp ermar og GERA EITTHVAÐ í þessu hryggðarástandi. Enginn neyddi ykkur til að verða fulltrúar okkar, þið buðuð ykkur fram! Ef þið eruð svona vel til þess fallin, þið 63 fulltrúarnir á Alþingi, þá held ég í fúlustu alvöru að kominn sér tími til að hætta hógværðinni og sýna hvað þið getið. Ekki seinna en í gær!
Verðbólgan skelfileg" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú svolítið eins og með heimsfriðinn... það er sama hversu margir gera eitthvað, það batnar ekki nema það sé á hreinu hvað sé hægt að gera. Vandinn í dag er sá að það er bara alls ekkert á hreinu hvað sé hægt að gera í þessu, fyrir utan það að þá þarf alltaf að spyrja; á kostnað hvers?
Eða öllu heldur, hvað? Gera hvað? Hvað er hægt að gera í þessu?
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:42
Og hvað á svosem að gera? Frá sjónarhóli Púkans er stóra vandamálið að þjóðin hefur lifað um efni fram undanfarin ár og aðgerðir Seðlabankans hafa verið byggðar á röngum forsendum, samanber það sem Púkinn skrifar í þessari grein.
Það má nefnilega rökstyðja að almenn kjaraskerðing sé óhjákvæmileg afleiðing bruðls undanfarinna missera.Púkinn, 28.4.2008 kl. 14:00
Ég hef oft bent á að vissulega megi spara og þannig tryggja minni eyðslu af hendi ríkisins. Þannig sé hægt að greiða biður af hinum hryllilega stóru lánum sem ríkið hefur tekið og þar með lækka háa vaxtagreiðslur og um leið spara ríkinu peninga. Þannig megi auka möguleika ríkisins til að geta lækkað skatta eftir nokkur ár sem valda myndi aukinni kaupgetu folks, sem á annan bóg myndi geta aukið veltuna í samfélaginu og greiðslur til ríkisins þar med... Púkinn hefur rétt. Íslendingar hafa (eða réttara sagt íslensk stjórnvöld) hafa lifað lengi um efni fram. Þetta er vítahringur sem landskjörnir fulltrúar okkar hafa byrjað. Bruðli verður að hætta og þörf er á virtrænni stjórnsýslu NÚ ÞEGAR!
Baldur Gautur Baldursson, 28.4.2008 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.