29.4.2008 | 05:38
Henri de Toulouse-Lautrec
Ég hlakka svo til! Seinna í dag fer ég á Nationalmuseum og á nýopnaða sýningu a verkum franska expressiónistans Henri de Toulouse-Lautrec. Við erum nokkur stykki sem fáum leiðsögmann frá safninu og fáum einkaleiðsögn um sýninguna í næði - þetta verður svo spennandi. :) Hef bara séð stök verk eftir Toulouse-Lautrec i söfnum, en aldrei heila sýningu á yfir 40 málverkum.
Annars skín sólin hér í Stokkhólmi sem aldrei fyrr. Það er mistur eða hálfskýjað, erfitt að segja hvort er, en fallegt veður og 9°C núna (spáð 16°C í dag). Síðan fer mest af því sem eftir lifir af deginum í prófalestur - en nú fer að styttast í próf í kúrsinum um Pompeii. Best að vera vel undir það prófið búinn. Jæja, best að koma sér að skruddunum. Toodles...
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.