Valborgarmessa (í Svíþjóð)

Núna í kvöld fagna Svíar afmæli Carls XVI Gustafs [Carl Gustaf Folke Hubertus] konungs. Hann er 62 ára í dag. Reyndar held ég að Svíarnir séu ekki að flippa hans vegna, því í dag er hin svokallaða Valborgarmessa. Kæmi mér ekki á óvart ef einhverjir grannar kæmu við og spurðu hvort við ættum blandþeir sem ég sá í lyftunni í dag höfðu bara keypt sprittið....  og ekkert bland. Eða kannski eru þei óheflaðri og reyndari í drykkjunni en ég!  Hver veit. Nóg hefur fólkið að minnsta kosti keypt af búsinu. Ástæða fyllerísins er sumarstemningin sem hlaupin er í Svíana, Valborgarmessa er "hálfur frídagur" hér og svo er 1. maí á morgun. Svo kemur helgin eftir "klämdagen" sem er föstudagur (og flestir hafa tekið sér frí á).  Svo þetta er ein heljarinnar sukkfest hérna.  Wink   Svíar eru að vakna til lífsins.

En:  Til hamingju með kónginn! hipp hipp húrra!Sweden-carl16gustaf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband