6.5.2008 | 06:55
Ellilífeyrisþegar - stofni stjórnmálaflokk
Íslendingar, rétt eins og aðrar þjóðir vesturlanda eru að eldast. Þetta segir tölfræðin. Færri börn fæðast og við lifum lengur. Sá hópur sem gengur að kjörborði er þar með að eldast. Áhrif eldri borgara \ gamla fólksins er ekki að sama skapi að aukast. Hvers vegna?
Það sem mig langar að segja með þessum fáu orðum mínum í dag er að ég hvet og skora á fólk 60 ára og eldra að stofna stjórnmálaflokk. Þetta yrði pólitískt breiður flokkur allt frá hárauða vinstri litarins til dökkbláa hægri litarins. Fólk sem er að detta inn á eftirlaunaaldur á að hafa samfélagsleg áhrif í samræmi við reynslu sína, framlag og fjölda. Það er bara svo!
Ég sakna radda fullorðna fólksins í samfélagsumræðunni. Hvar eruði? Lát heyra í ykkur. Látið ekki reynslulitla pabbastráka og buxnastelpur ákveða fyrir ykkur. Ákveðið sjálf. Hættið ekki að byggja samfélag þegar eftirlaunaumslagið berst fyrsta daginn með lágkúrulegu eftirlaununum ykkar.
Gaman væri að sjá þetta afl við næstu kosningar rúlla upp atvinnustjórmálamönnunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér. Slíkur flokkur gæti haft mikil áhrif. Væri ekki í lagi að hafa öryrkja með.
Með virðingu og vinsemd. Svanurinn.
Svanur Heiðar Hauksson, 6.5.2008 kl. 07:00
Ekki spurning, ég held að þetta gæti orðið eitt stærsta stjórnmálaaflið í landinu. Þetta er í umræðunni hérna í Skandinavíu og mér finnst vera kominn tími til að fólk hætti þessum undanlátungshætti og drífi sig út í stjórnmálin. Það er sannarleg réttindabarátta og "þroskuð" umræða. :) Takk fyrir innleggið Svanur
Baldur Gautur Baldursson, 6.5.2008 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.