7.5.2008 | 07:35
Siðferðislegt gjaldþrot
Það tíðkast enn í dag í mörgum löndum, að taka fólk af lífi sem dómskerfislega lausn á óhugnalegri brotaflokkum hegningarlaganna. Það tíðkast jafnvel á Vestulöndum og meðal helstu viðskiptalanda okkar Íslendinga. Af hverju er fólk dæmt til dauða? Ég ætla ekki að fara út í sögulegar skýringar af einu eða neinu tagi, enda nægir ekki bloggrýmið til þess. Heldur langar mig að velta því svolítið fyrir mér hvaða réttlæti er náð fram með aftöku. Það er vitað og sannað að oft hefur saklaust fólk verið tekið af lífi. Í Bandaríkjunum er heimilt að taka t.d. vangefna og geðsjúka af lífi. Fólk sem vegna fötlunar eða greindarskorts hefur hafnað utan við samfélagið og orðið öðrum að skaða eða leitt till dauða annara. Saklaust fólk hefur oft verið tekið af lífi og hinn seki þar með sloppið. Líf er ekki aftukræft. Dómsmorð hafa verið svo tíð í Bandaríkjunum að fólk hefur tekið að efast um dómskerfið. Góður veltalandi og rökfastur lögmaður getur svo afsannað sekt síns skjólstæðings að jafnvel annar verður settur í grjótið og gálgann í stað þess sem í raun er sekur. Kviðdómendur eru ekki sérfræðingar í dómsvenjum og aðferðafræði dómskerfisins - og oft er hægt að blekkja, leiða og blinda þessa völdu fulltrúa samfélagsins svo að sekir einstaklingar sleppa við sekt og oft rangir saklausir einstaklingar lenda inni í þeirra stað.
Að taka einhvern af lífi, og þá skiptir engu máli hvað hann hefur brotið af sér, er skelfilegt. Hvaða samfélag er svo tílfinningalaust, kærleikslaust, siðferðislaust að vilja bæta fyrir dauða með annars lífi. Slíkur hugsunarháttur snýst um hatur. Hatur er slæmt. Hatur er afskaplega lágt skrifað á siðferðislistanum í siðferðisþjóuðum ríkjum. Ég vil meina að aftaka sé afleiðing haturs og afskaplega tilfinningalega brenglaðs hugsunarháttar. Vilji maður refsa fyrir brot, er ekki besta leiðin að drepa. Er ekki betra að manneskjan sem brotið framdi fái að sitja inni, læra af mistökunum, sjá fyrir sér hvað gerðist og hvernig hlutir hefðu getað orðið öðruvísi hefði hann ekki gert það sem hann gerði. Við bætum ekki fyrir morð með morði. Við erum ekki steinaldarmenn. Lög Hammúarbís frá því um 1760 f.Kr. eru dæmi um þetta. "Auga fyrir auga, tön fyrir tönn". Þessi tími er liðinn. Við verðum að trúa að við höfum komist lengra í siðferðislegu tilliti. Manneskjan er söm við sig. Hún kemur að brjóta samfélagsreglur og skaða hvora aðra, en viðmið samfélagsins eru ekki þau sem voru í gildi hja Hammúrabí í Babýlóníu forðum. I dag virðum við manngildið. Með því að myrða fólk með hengingum, rafmagni eða eitri rýrum við manngildi þess sem drepinn - þar sem við erum ekkert betri.
Við tökum fólk af lífi (og virðum ekki rétt þess að lífa sem brotið framdi) = líf þess sem myrtur var verður minna virði.
Við tökum fólk ekki af lífi (og sýnum að líf er mikils virði jafnvel brotamannsins) = Líf þess sem myrtur var er mikils virði.
Hættum aftökum!
Maður tekinn af lífi í Georgíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.