Það er þetta hérna með krónuna. Ég er að velta því fyrir mér hvort ég megi fá greitt í vörum, en ekki peningum þegar ég fæ námslánin mín? Íslenska krónan er gersamlega að verða einskis virði. Það er skelfilegt að sjá hvernig námslánin mín verða að engu bara við það að flytja peningana frá íslenska bankareikningnum mínum yfir á þann sænska. Þetta er skelfilegt. Nýhækkuð þjónustugjöld "Kaupthing bank" eru heldur ekki til að hrópa húrra fyrir. Hversvegna er verið að blóðmjólka okkur námsmenn með þjónustugjöldum. Eru bankarnir ekki bara ánægðir að hafa pengingana okkar liggjandi þarna hjá sér?
Ég skil ekki Íslendinga lengur. Er öllum sama? Eru Íslendingar bara svona vanir að vera barðir að okkur fer að þykja barsmíðarnar góðar og þægilegar?
NEI - þetta er illur leikur! Ég VONA að einhver fari nú að gera eitthvað í þessu heima á Íslandi.
Krónan veikist um 2,21% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Merkilegt með LÍN. Þau borga ekki námslánin út samkvæmt gengi en eru búin að koma því þannig fyrir að þegar fólk sem býr erlendis fer að borga lánin til baka þá eru þau gengistengd.
Segjum td að ef þú værir að borga þín til baka núna á þessu gengi þá væru námslánin svo gott sem horfin, þar sem sú sænska er svo mikið hærri en íslenska. En nei, það má ekki "græða" á ríkinu. Þeir græða frekar á okkur námsmannagreyjunum.
Anna Karen Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 17:11
Anna Karen, góður punktur! Af hverju í ósköpunum kemst íslenska ríkið upp með að meðhönda okkur svona? Ég hreint út sagt skil ekki hversvegna íslenskir námsmenn láta þetta aðgerðarlaust. Ég hef skrifað til nokkurra stjórnmálamanna, en án þess að fá einusinni svar. Þetta er trist, trist som fan!!!
Baldur Gautur Baldursson, 12.5.2008 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.