20.5.2008 | 07:04
Vegabréfsútgáfa fyrir Guðs ríkið
Jæja, þá er enn eitt barnið komið með ríkisborgararétt í Guðs ríki. Skemmtileg athöfn og yndislegt fólk sem bara ljómaði af gleði yfir barninu sínu og ríkisborgararéttinum. Oft finnst mér eins og ég sé til á alveg sérstakan hátt þegar ég skíri börn. Það er eins og lífið, tilveran og þetta stórkostlega lífsjafnvægi sé svo fullkomið. Þegar hönd mín fyllist með jatni og ég eys vatninu yfir skírnarþegann líður mér eins og "blessuðum". Áhyggjur hverfa og mér finnst ég vera "notaður" - verkfæri andans, verkfæri hinnar heilögu framvindu. Að sjá barnið helgast fyrir orð, efni og anda og fær líf sitt helgað hinu besta sem til er.
Hér er ég fyrir athöfnina. Foreldrarnir báðu sérstaklega að ég hefði íslensku prestklæðin svo ég varð við því. Jæja, hérna er mynd sem tekin var eftir athöfnina :)
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Skírnir eru fallegar það er satt.
Gaman að sjá þig svona "íslenskan"
Fanney Dagmar Baldursdóttir, 20.5.2008 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.