Upplandsgatan þrjátíuogeitthvað

Var á labbi með Raquel og Mikka núna í gær. Ég hafði lengi vitað af þessari dásamlegu "jugend" eða "art nouveau" hurð. Hún er listilega gerð í reisulegu húsi hérna við Upplandsgötuna í Stokkhólmi. Það að hún hafi fengið að standa óáreitt allt frá tíunda áratug 20. aldar, lifað af tvær heimstyrjaldir, offorsa og ómenningu, er alveg frábært. Hérna sést hún nýskröpuð og lökkuð með kristalskorna glerinu sínu sem virðulegur fulltrúi skreytiþ, ævintýra- og flúrstíls 20. aldarinnar.  Gjörið svo vel!

nazidörr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Engir svastiku fordómar þarna á ferðinni.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 20.5.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Nei, Svíar náttúrulega voru ekki þátttakendur í heimstyrjöldunum. Eða að minnsta kosti ekki beint. Þeir voru samt vinsamlegir Þjóðverjum af því sem maður sér í sögulegum gögnum.

Svíar sjá þetta meira sem list og með sögulegum gleraugum

Baldur Gautur Baldursson, 21.5.2008 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband