Leti á leti ofan

Í dag er ég búinn að vera vinna. Mér reiknast til að um 3000 manns hafi komið í kirkjuna í dag og það verður að teljast fínt á venjulegum vinnudegi. Það er yndislegt að geta haft kirkjuna opna fyrir gesti og gangandi, geta gefið fólki kost á að koma inn, ganga inn í þögnina, inn í rósemdina. Það er þetta sem gerir kirkjuna meðal annars svo máttuga, að hún getur boðið upp á þögn. Þögn er ein af fágætum stórborgarinnar.  Að geta skotið sér inn í kirkjuna, sest á einhvern bekkinn eða bara vafrað um, kveikt á kerti, dregið biblíuorð og eða hugleitt - er eitthvað sem fólk verður að kynnast.  Gefa sér 15 mínútur á dag bara í að hlusta, þegja og hugsa.

Í dag hlustaði ég á skriftir skjólstæðings kirkjunnar. Ég var eini presturinn á staðnum svo þetta kom í minn hlut. Það rann upp fyrir mér enn á ný, hversu ótrúlega dýrmætar skriftir eru. Hversu máttugt fyrirbæri þetta er. Ég fór fullkomlega eftir sænska skriftaspeglinum. Eftir 30 mínútna samtal, játningu og fyrirgefningu, gengum við, ég og skjólstæðingur kirkjunnar fram og kveiktum á ljósi bænaljósstjakanum frammi í kirkjunni. Þetta var yndisleg stund. Þetta er að verða æ algengara í Svíþjóð og ég hef hlustað á skriftir nokkrum sinnum eftir að ég kom til Stokkhólms. Það er auðvellt að sjá hversu fólki líður betur eftir svona trúnaðarsamtal (undir merkjum og formi skriftaritualsins). Mæli með þessu!

Á morgun verður sennilega enn fleira fólk á ferðinni. Launahelgi í Svíþjóð og fólk úti að versla og eyða peningum í ís, kaffi og kökur á kaffistöðunum við Kungsträdgården.  :)  Svo koma gestir annað kvöld heim og þá er víst vissara að druslast til að vera hress og ekki þreyta sig að óþörfu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband