Til hamingju með afmælið pabbi

Til hamingju með 70 árin elsku pabbi og takk fyrir þann þú ert og hefur verið mér allt mitt líf.

Baldursbra 

Takk fyrir nýtt og gamalt. Takk fyrir horfna daga og líðandi augnablik. Mínútur og dagar renna í sama farveg. Niður í stöðuvatn tímans. Við sitjum í báti atburðanna leyfum augnablikum að lyfta bátnum á vatnsfletinum. Djúpt í vatninu er þungur straumur, en hann sér maður ekki. Straumurinn kallast framvinda. Handan vatnsins eru hinar fegurstu lendur fyrirheita og drauma. En ferðin sjálf yfir stöðuvatn tímans er mikilvæg, því á leiðinni verðum við að veiða minningar til að nærast á þegar landi er náð.  Sagan um vatnið á sér engan endi. Hún er saga tíma, tilfinninga, skilyrðislauss kærleika og náðar. Hún er saga okkar mannfólksins og þess sem gefur okkur lífið. Hún er saga lífsins og þess sem gaf það. Hún er saga atburða, gjörða fólksins sem er á siglingu og drauma.

Hún er saga....   en engin venjuleg mannkynssaga!

Eða eins og Dag Hammaskjöld sagði:

"The longest journey is the journey inwards"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband