Líkamsræktarkort og strætókort

Í gær var fjárfest í líkamsræktarkorti. Já, ég valdi Vasa-Gym sem stendur við Kungstensgötuna hérna í borg. Ég og Mikki fórum þangað og skoðuðum staðinn. VIð vorum búinir að ákveða að það væri ef til vill kominn tími til að fara æfa og halda sér í formi. Ég æfði allt síðasta ár og gerði það gæfumunin hvað varðar bakið mitt.  Ég hef fengið brjósklos fjórum sinnum hérna úti og svo er alltaf eitthvað vesen með skrokkinn, svo til að forðast þessa óvelkomnu daga þá er maður liggur með brjósklos og getur ekki hreyft sig, er lausnin að styrkja vöðvamassan allt umhverfis hrygginn. Þetta gaf góða raun, fyrsta árið sem ég fæ ekki í bakið. Svo núna hef ég fjárfest í líkamsræktarkorti. Gymmið var snyrtilegt og afskaplega vel tækjum búið. Hreinlæti og snyrtimennska er eitthvað sem ég met mikils. 

Síðan var keypt strætókort/neðanjarðarlestarkort og kostaði það tæplega átta þúsund ísl.kr. Gymkortið kostaði mig sömuleiðis rúmlega átta þúsund ísl.kr. svo þetta voru svolítið útgjöld, en gáfuleg.  :) Eftir að ég byrjaði að vinna meira í kirkjunni og eftir að hafa setið í prófalestri hef ég fundið til aukinna verkja í baki, svo þetta var það eina að gera í stöðunni. Ég vil ekki enda sem Ketogan/Alvedonetandi félagsböggull á samfélaginu. Ef maður getur með því að æfa í gymmi, ætti valdið ekki að vera svo flókið. Ég vel að styrkja mig og sleppa við læknadópið áður en þeir ná að bjóða mér það!  Hef það á tilfinningunni að ég hafi gert góða hluti í gær. Í dag fer ég svo niður í gymmið og æfi. Geri ráð fyrir að fara 4 sinnum í viku, minnst.

Jæja, best að fara skoða textana sem ég á að skrifa hugleiðingu út frá, því að í dag verður það skemmtilega magnaður texti: I.Pét. 5:8-11   Texti sem hefur mér alltaf verið kær og ég lærði að meta gegnum tíðasönginn í Skálholti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband