14.6.2008 | 08:53
Enn um hláturdúfur á ferð og flugi
En mér er ekki hlátur í huga. Vil taka það fram þegar í byrjun að mér er ALLS EKKI HLÁTUR í huga. Ég hef staðið í því með systur minni og að hluta til bróður að flytja inn fjórar litlar hláturdúfur til Íslands. Ég hef verið í Svíþjóð og get mitt hér að þetta gangi eftir, Fanna systir hefur fengið hins vegar að bera hita og þunga verkefnisins á sínum öxlum bæði frá Íslandi og svo gegnum vettvangsvinnu hér í Svíþjóð. Það sem hefur verið hvað erfiðast í þessu innfluttningsferli hafa verið dýra-, tolla- og ráðuneytisyfirvöld. Núna er hlegið að íslenskum reglum í Svíþjóð, þar sem erfiðara reynist að koma 4 dúfum inn í landið en öllum ráðuneytisdýrunum og smyglgæludýrunum sem streyma inn í landið. Hvaðan koma allar slöngurnar, kóngulærnar, eðlurnar og nýjir "áður óþekktir" kettir og hundar inn í landið? Ólöglega býst ég passlega við. Þetta vekur að sjálfssögðu ugg hjá föðurlandsvini sem mér að vita til þess að fólk jamt og þétt eykur möguleika á útbreiðslu sjúkdóma og pesta sem svo léttilega geta eytt þeim dýrastofnum sem fundist hafa stórtséð óblandaðir við aðra stofna frá landnámstímanum.
Það sem vekur furðu mína eftir að hafa verið blandað inn í þessa óharmóníska prósess sem innflutningur dýra er, er að svo virðist sem öll viðbrögð yfirvalda á Íslandi hafi mest verið vegna formsatriða. Er Ísland að verða að einhverju formsatriða bjúrókratísku bákni? Kostnaðurinn er heldur ekki svo lítill við þetta. Kannski bara þessir örfáu Íslendingar sem voga sér út fyrir Bónus-radíusinn sem leyfa sér að demba sér í dúfnainnfluttning. EKki vei ég, en hitt veit ég að þetta hefur kostað skyldinginn. Þarna birtist stéttaskiptingin eða kannski að þetta sé aðferðin sem notuð er til að þrengja möguleika og draga kraft og energi úr fólki sem hyggur á dýrainnfluttning. Af hverju ekki banna innflutning með vissu árabili, þannig að þetta sé ekki gert, í stað þess að leika einhvern leik með opinbera pappíra, næstum enga möguleika að fá svör eða ná í fulltrúa ríkisins og svo innflutnings og tollagjöld.
Segi það bara núna og stend við það: Þetta virkaði á mig. Ég mun aldrei standa í innflutningi á dýrum aftur. Þetta er bara klikkun...
Athugasemdir
Já ég skil þig. Mér er heldur ekki hlátur í huga þegar ég hugsa til ferilsins sem við erum búin að ganga í gegnum. Það tók Matvælastofnun 8 mánuði að fara yfir pappírana... þar af var sami maðurinn með pappírana mestallan þann tíma. Þegar hann svo skilaði þeim af sér var öll hans vinna eftir og einhver starfsmaður með samvisku lauk þeirri vinnu hans. Nei ég ráðlegg engum að flytja dýr inn gegnum þessar... 2 stofnanir og 4 nefndir.
Fanney Dagmar Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.