Þjóðhátíð - til hvers?

Þjóðhátíðardagurinn er tákngervingur hins sorglega í íslenskri þjóðarsögu. Hvers erum við að minnast? Af hverju valdist 17. júní af öllum dögum?  Ég get ekki séð að Íslendingum sé neinn sómi af tilkomu þessa dags. Satt er það og rétt að Íslendingar áttu inni sjálfstæðiskröfuna og jafnvel samþykki Dana, en hvernig við Íslendingar fórum að, verður okkur einatt til skammar og lítilsvirðingar. Það sem er svo lágkúrulegt í stórum dráttum er að Íslendingar tóku sér sjálfsstæði þegar herraþjóðin Danir voru hersettnir af Þjóðverjum. Danir höfðu verið sviptir ráðum yfir utanríkismálum sínum og höfðu svo til engin opinber samskipti við útlönd. Herinn var lamaður af Þjóðverjum og sama þjóð hélt uppi ógnarstjórn meðal Dana. Kóngurinn var svo til í stofufangelsi í Kaupmannahöfn og gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér hvað varðar Íslendinga. Vissulega höfðu Danir samþykkt að að þessu kæmi að Íslendingar fengju sjálfstæði, en þetta var versti tíminn til að gera slíkt. Íslendingar (svo sem þeim er svo gjarnt þegar kemur að stjórnvöldum) spörkuðu í "liggjandi manninn".  Íslensk stjórnvöld æddu fram, heimtuðu, kröfðu og tóku.  Merkisberi þessarar aðfarar var hinn löngudauði Jón Sigurðsson því jú allar þjóðir þurfa sinn Bólívar. Hryggð konungs í Kaupmannahöfn er merkjanleg yfir ótímabærum aðförum Íslendinga, þjóðarinnar sem hann hélt svo mikið upp á.

Það var ekkert gott við sjálfstæðisheimt Íslendinga á Þingvöllun árið 1944. Ótímabær, hryggileg, snúið á hersetna Dani (sem höfðu alls ekki verið svo slæmir mót Íslendingum, a.m.k. ekki verri en mót sínu eigin fólki) og setti Ísland á pall með öðrum tækifærissinnuðum þjóðum. Hefðu Íslendingar beðið þar til stríðinu hefði verið lokið, hefðum við verið meiri menn fyrir vikið.

Svo er það þetta með Jón Sigurðsson. Ég held í raun að hann hafi ekki verið sú hetja sem flestir vilja telja hann. Hann var sennilega tækifærissinni eins og flestir sem skreytt hafa svið íslenskra stjórnmála. Í raun tel ég að stærstu hetjur íslenskrar menningar og þjóðarréttar sé: Jón Arason biskup (píslarvottur mót áhrifum valdsmanna Danakonungs og síðasti verndari íslenskrar menningar þar til ....)  Rasmus Kristján Rask kom fram á sjónarsviðið og stuðlaði að því að Íslendingar tala enn sitt tungumál. Hann sá hvert stefndi og gerði stóra hluti til að vernda tunguna. Snorra Sturluson mætti einnig setja með þessum köppum enda stórmerkilegur og verk hans öll. Þökk sé honum að við eigum sögur, bragarhætti og heimildir um hina fornu Ásatrú.

Jamm fagnið hóflega og setjið heldur gleðikraftinn á 1. desember í staðinn. Eða setjir þjóðhátíðardaginn á stofndag Alþingis 930.  Bara ekki þenna hryggilega dag 17. júni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband