Ég er í nokkrum samskiptum við íslenska námsmenn hérna í Svíþjóð, þá á ég við námsmenn á svæðinu kringum Stokkhólm og norður um Uppsali, jafnvel norður þar um. Þetta fólk er flest á námslánum og er að berjast við að flytja ekki nema lítinn hluta námslánanna sinna til Svíþjóðar vegna þeirra ástæðu sem er beinharður og bitur sannleikur okkar námsmanna, en það er ógnar ráðaleysi íslenskra stjórnvalda. Það virðist sem stjórnvöld séu í ljótum leik með litla fjármuni okkar, sem eru að verða að engu áður en þeir komast í hendur okkar.
Því miður virðist íslenskum stjórnmálamönnum vera sama um okkur, að okkur sem síðar munu að sjálfssögðu greiða þessi lán á súperháum vöxtum, vaxtabótum og í raun aldrei ná að greiða neitt niður nema "kostnað". Á sama tíma erum við að auðga Ísland með þekkingu, þekkingu sem stjórnvöld gera ráð fyrir að færist til landsins.
Ég segi enn og aftur og stend við það: SKAMMIST ykkar. Þessi ótúttlegu vinnubrögð og skipulögðu aðfarir að okkur námsmönnum eru fyrir neðan virðingu okkar flestra. Kannski ekki ykkar virðingu en með sífallandi gengi krónunnar eruði að leika með framtíð landsins. Þið eruð að gera það að verkum að fólk, þekkingin kemur ekki lengur til Íslands aftur.
Við námsmenn munum minnast óstjórnar ykkar í næstu kosningum. VIð munum minnast þess þegar námslánin okkar voru gerð einskis virði áður en þau náðu höndum okkar. Við munum ekki gleyma eins og oft er Íslendinga siður. VIð munum ekki blekkjast af kosningaárstilbrigðum ykkar, við munum eins og við erum nú þjálfuð í hér erlendis.
Hafið engar þakkir fyrir...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.