24.6.2008 | 16:54
Blessaður drengurinn, bankastjóri hr. Sigurjón Þ Árnason
Sigurjón Þ Árnason, einn af nokkrum bankastjórum Seðlabanka Íslands (sem áður var að finna í einni af skúffum Landsbanka Íslands) segir margt! Eftir viðtalið sem ég hlustaði á á www.ruv.is fréttasíðunni var mér talsvert brugðið. Þegar ég hafði litið af ljúfri góðsemi minni framhjá hans á hinni "spekúlatívu" ofnotknun hans á orðinu "kannski" og svo misbeitingu hans á nafnhættinum; að hitt og þetta væri ekki "að gerast", fór ég að hugsa orð hans og inntak þeirra. Hvað var hann að reyna að segja blessaður drengurinn? Jú, hann vill, til þess að ná niður vöxtunum, fara út í stóriðjuframkvæmdir og endanlega gera Ísland að ruslakistu þunga- og mengunariðnaðar Vesturlanda. Skapa ekki stóriðjuframkvæmdir slíkar sem hann hefur hugsanlega í huga: álver, vatnsorkuvirkjanir og þess háttar stórframkvæmdir ekki þennsluviðbrögð í samfélaginu?
En hvað sem blessaður drengurinn hann Sigurjón Þ Árnason vill gera til að halda andlitinu á fundum hans með erlendum fjármagnseigendum og lánadrottnum Íslands er í stórum dráttum þá stendur enn spurningin: Hver ber ábyrgð á háum vöxtum bankanna? Hver stýrir Seðlabanka Íslands? Kannski er það ef litið er á launin sá sem kallast "banka-STJÓRINN". Ef svo er að hann ekki stýrir neinu nema hverjir sleikja frímerkið á launaumslagið hans, þá vaknar vissulega spurningin hjá fólki eins og mér, hver stýrir þessari vaxtaþróun þá? Jú, kannski fjármálaráðherra og hans vinnufélagi forsætisráðherran?
Ég hef verið að velta því fyrir mér af hverju maður hefur stjórnmálaflokka sem eiga að hafa mismunandi áherslur hvað varðar innanríkis- og utanríkisstjórnmál? Stjórnarandstaðan freyðir bara rétt eins og allir aðrir í ræðupúlti þingsala. Þeir gera lítið sem ekkert til að leiða fólk í sannleika um hvað í raun er að gerast í samfélaginu. Ísland hefur lengi notið góðæris. Hversvegan höfum við sóað og farið illa með allt sem áunnist hefur? Æji elskurnar mínar. Lesið lítinn kafla um sjö góðu árin og sjö slæmu árin í Fyrstu Mósebók kapítula 41, vers 17-36 og lærið af orðunum. Annað er fullkomin grunnhyggni (1.Mós. 41:17-36). Auðvitað þurfa fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn ekki að hafa áhyggjur, en þeir sem ekki hafa matað krókinn á embættisárum sínum með góðum feitum eftirlaunum eða svo maður tali nú ekki um sætum biðlaunum, við þurfum að hafa áhyggjur. Miklar áhyggjur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.