Dýrafræði

Nú er sannarlega orðin þörf á bættri dýrafræðikennslu í skólum. Að fólki sé svo illa farið að greina ekki milli hests og ísbjarnar?  Hjálpi mér allir heilagir!

Fyrir ykkur sem áhuga hafið og eigið á von að rekast á annað hvort hest eða ísbjörn í túnfætinum hjá ykkur þá kóma smá upplýsingar hér

Ísbjörn oft kallaður hvítabjörn [lat. ursus maritimus]: Er bjarnartegundar og á heimkynni sín í kringu norður heimskautið og nálægt fastland.  Hvítabjörnin er stærsta rándýr sem lifir á landi. Fullvaxið karldýr getur vegið um 300-600 kg. Kvendýrið hins vegar er nokkuð minna. Hérna er mynd af svona dýri:

Polar_Bear

Hestur [lat. equus caballus islandicus]: Háfættur grasbítur með hóf (eina tá). Stutthærður (með þór fax og tagl) til í ýmsustu litum. Tamið dýr í þúsundir ára og þannig nýtt af mönnum. Eftirsóttur sem leikfang í dag. Lítið spennandi til matar. Blíðar og oftast glaðar skepnur þegar farið er vel með þær. Hafa nokkrar gangtegundir sem hafa með yfirferð hestsins (og knapa), hraða og þýðleik að gera.  Svona geta þessar skepnur litið út (hér er eitt eintak með ungviði með sér):folald

 


mbl.is Bjarndýrsútkall í Langadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Svona er nú náttúran skemmtilega fjölbreytt. Klaufdýr og rándýr í einum hrærigraut. Gott að þú skrifaðir þetta svo allir geta í framtíðinni séð muninn.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 25.6.2008 kl. 01:54

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Jamm þokkalega ruglaður landinn í dýrafræðinni  :)  Líklega ætti maður að gefa frekari leiðbeiningar og segja fólki að fara nær dýrinu og kanna hvort um klauf- eða hófdýr væri að ræða eða bjarndýrshrammar. 

Baldur Gautur Baldursson, 25.6.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband