Wasa Club

Núna er heilsan að komast í lag aftur. Eftir að hafa fengið skv. lækninum "vægt brjósklos" (hvað sem það nú er, annað hvort fær maður brjósklos eða ekki!) hef ég byrjað í nýju gymmi. Gymmið heitir Wasa Club og er til húsa á Kungstensgatan 44 hérna í Stokkhólmi. Þetta er hreinlegasta gym ég hef verið í og í alla staði til mestu fyrirmyndar. Starfsfólkið er viðkunnalegt og allir kurteisir í hæsta máta. Ég var þar í dag og er alveg búinn að æfa mig. Þrír mánuðir kosta 800 SEK sem verður að teljast vel sloppið hér í borg.  Ég er búinn núna að æfa í 2 vikur og mér líður betur í kroppinum. Auðvitað er maður skítþreyttur eftir puðið, en það er sannarlega þess virði. Best að púla þetta og koma sér í form, því maður tryggir ekki eftir á.

Ég var fyrra árið í öðru gymmi sem ég kunni ágætlega vel við. Síðan stóð maður í flutningum og flutti út af svæðinu. Þannig að maður varð að finna sér nýtt gym.  Ég spurðist fyrir út um allt hvar góðu ódýru gymmin væri að finna, en eitthvað var fátt um svör - eða þau svör sem ég kannski vildi heyra. Ég setti því Mikka mús í að kanna hvað vinur og kunningjar hafa fyrir reynslu af svona píslarstöðvum þar sem þjáning, sviti og tár eru grunnefnin í öllu. 

Jæja, allavega er ég kominn heim og ætla fara undirbúa glápið á EM í fótbolta. Núna eru það Þýskaland gegn Tyrklandi. Líklega verður húsið brennt niður eða hljóðhimnurnar æptar úr manni undir gang leiksins.   Bara taka því að þessari sérsænsku ró og hugsa "að allir eiga rétt á að tjá tilfinningar sínar og að orðið er frjálst".   Skjáumst!

www.wasaclub.se


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband