Rólegt kvöld og kvöldsólin hefur gengið til viðar

Það er kvöld í Stokkhólmi og farið að skyggja svo um munar. Fyrir um klukkustund var lesbjart úti, en núna er næstum almyrkur á himni og jörðu.  Ég er búinn að vera stússast í veraldlegum hlutum í dag. Fannst það vera rétt að vega upp á móti þeim andlega fimmtudegi gærdagsins sem var. Messan í gær gekk vel, þónokkuð magir voru mættir og sálmasöngurinn a capella gekk vel. Organistinn er í sumarfríi og því sér maður bara sjálfur um sönginn. Ekkert að því í sjálfu sér ef maður er búinn að velja sálma og æfa þá lítið eitt.  Par frá Uppsölum hafði samband við mig sama dag og bað mig að skíra barnið þeirra áður en þau færu heim til Íslands í haust. Við þessu var að sjálfsögðu orðið og mun skírnin  verða í ágúst í Þrenningarkirkjunni hliðiná dómkirkjunni.  Þetta verður svo fínt. Alltaf gaman að geta orðið fólki að liði. Í dag hef ég gert drög að nýrri erfðaskrá, búinn að skipta um á blómunum mínum, búinn að þrífa og stinga út úr kotinu og gera smekklega hreint og fínt fyrir komandi viku sem er frívika. Jamm, ég á sumarfrí í eina viku. Reyndar hef ég messu í næstu viku en hana hef ég þegar undirbúið að mestu. Búinn að skrifa hugleiðinguna, gerði það reyndar í dag úti á svölum, í dýrðarinnar fulgasöng og yndislegum 27°C heitum blænum.

Í kvöld voru nokkrir gestir hérna hjá okkur í Lappis. Þetta var lítill hópur af vinum sem komnir voru til að borða "älgfärslimpa" með kartöflum, sósu og lingonsultu. Þetta var hrikalega gott á bragðið og allir hæstánægðir.  Slatti af rauðvíni og hvítvíni var skolað niður. Reglulega góð stemning. Auðvitað var skálað í Brennivín að íslenskum hætti, enda alltaf beðið um það þegar gestir koma. Fanna systir hafði borið til bróður síns góðan dreytilinn og var hann vel þeginn. BRennivín í kók er með því besta sem er til. Gestirnir voru hæstánægðir.

Nú fer að styttast að Hrönn, Georg, Ásdís og Eiríkur flytji til Íslands. Við komum að sakna þeirra. Gott fólk!  :(

Jæja, best að fara koma sér í bælið. Vonandi er óhætt að sofa með opinn glugga og að engar engisprettur kássist inn á mann í nótt.   Bestu kveðjur til Íslands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband