18.8.2008 | 18:00
Svangir sendiráðsmenn
Nú þegar Kínverjar halda Ólympíuleikana svo glæsilega virðist utsent starfsfólk þeirra í annari heimsálfu varla hafa til hnífs eða skeiðar (eða réttara sagt prjóna sinna). Í gljáfægðum sendiráðsbílum fara þeir austur í hreppa og sækja sér björg í bú. Líklega er bensínkostnaðurinn meiri en sparnaðurinn af því að kaupa grænmetið í búðum í Reykjavík. Líklega eru það hin annars óvelkomnu smádýr, myglusveppir og slíkt annað próteinríkt gums sem fólkið er að sækja sér. Lyfin liggja í ódýru grænmetinu greinilega. Þetta leiðir huga minn að því að ég átti samtal við einn ónefndan sendifulltrúa erlends lands hér í Stokkhólmi fyrir nokkru. Hann tjáði mér að þót flest lönd hefðu glæsilega risnu og gætu af og til sólundað stórum fjárhæðum í veisluhöld og kynningarstefnur væri svo þó ekki einatt fyrir komið. Hefði hann verið á ferðalagi fyrir nokkru. Hefði honum hlotnast sá heiður að vera boðinn í "ambasadsveislu". Nú ekkert vantaði á dýrðirnar og kræsingarnar. Þar fékk hann að heyra að sendiherra Eritreu væri alltaf boðinn í ALLAR veislur, þar eð hann hefði ekki fengið laun í 5 ár og því öllum veislum feginn. Þessu sýndu öll sendiráðin í borginni skilning og var honum einatt boðið í allar veislur og móttökur.
Hugur minn leitar nú til hinna ágætu vina okkar Kinverjanna á Víðimelnum í Reykjavík. Skyldi vera svo komið að þeir hafi ofgert sér í Olympíuhugsjóninni og gert of vel í sambandi við leikanna og gleymt sínum eigin þegnum erlendis? Auðvitað ætti að hvetja fólk að skjóta saman smá aurum eða jafnvel senda mat til þeirra þannig að þið heima á Íslandi þyrftuð ekki að sjá Kínverjarassa upp úr öllum ruslatunnum og standa næturvakt við grænmetisbeðin ykkar.
Bestu kveðjur úr allsnægtum Stokkhólms, þar sem allir hafa eitthvað í sig og á! :)
Sendiráðsmenn hirða grænmetisúrgang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.