Bravó! Ísland 32 - Pólland 30

Það var ótrúlega skemmtilegt að sitja við sjónvarpið í morgun og horfa á leik Íslendinga og Pólverja. Reyndar varð ég að fara nokkrum sinnum frá tækinu til að stressa ekki of mikið. Ég kíkti fyrir horn þegar áhorfendur byrjuðu að æpa "Ísland, Ísland" ....".  Þetta var sannarlega lifandi leikur, harður eins og hann á að vera, hvergi lægt né gefið eftir og niðurstaðan: Íslendingar í undanúrslit á Ólympíuleikunum, var ekki til að gera sigurinn minna sætan. Lofsorðum sænska íþróttafréttamannanna ætlaði aldrei að ljúka. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fékk frábæra dóma og landsliðið ausið með skjallandi orðaflaumi. Þetta vermdi hjarta mitt og mér fannst ég svo sem um örskotsstund vera kominn heim að sjónvarpinu á Íslandi.

Bravó Ísland!  Undanúrslit!  Hjálpi mér allir heilagir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband