Hvað kosta biðlaun borgarstjóranna Reykvíkinga á mánuði?

Ég reyni að fylgjast með því sem er að gerast heima á Íslandi og stundum er maður heppinn og fær umfjöllun í fjölmiðlum hér ytra. Síðustu dagana hefur Íslenska handboltaliðið gert að umfjöllunin hefur verið glaðleg, upplífgandi og full af spennandi orðum sem kætt hafa upp landann.  Áður en handboltaliðið krækti í ólympíusilfrið var þó allt annað upp á teningnum. Hér ytra var rætt um borgarstjóramálin í Reykjavík. Ég var spurður hvort hægt væri að senda einhvern framhaldsskólabekk í stafskynningu og leyfa þeim kannski að verma borgarstjórastólinn agnarögn. Ég sagði að sennilega, gegn lítilsháttar greiðslu, væri hægt að koma því við.  Þessi farsi hefur gengið allt of lengi fyrir tómu húsi.  Þetta háttarlag sem engan endi virðist ætla að taka, hefur birt borgarbúum þau sannindi að það er ekki þeirra vegna sem fólk velst til borgarráðssetu, eða setu sem borgarfulltrúa, ó nei. Hér er einkapotið, sjálfsupphafningin og hryggð mannlegs eðlis í sýningarglugganum. Framavonir einstaklinga eru settar öllu framar og borgarbúum er svarað með þótta og yfirlæti.  Að síðan allir svokallaðir borgarstjórar fái biðlaun, er auðvitað bilun. Hefur einhver tekið saman hvað þetta kostar borgina á mánuði? Þetta er skelfilegt! Sorglegt!

Eitt enn sem líta má á sem beina afleiðingu þessa borgarstjórnarfarsa er að starfsheiti borgarstjóra hefur skaðast. Óráðsía í meðferð embættisins hefur gert það næsta virðingarlaust. Fólk hlær að borgarstjórunum. Mál- og orðtæki fara sennilega að skapast sem verða minnisvarðar þessa niðurlægingartímabils í sögu borgarinnar. Þetta er farið, í alvöru, að minna á forsætisráðherratal Ítalíu, þar sem yfir 50 (ef ekki 60) forsætisráðherrar hafa setið síðan frá stríðsárunum, - enn er það svo að maður knappast man hver vermir stólinn þar í landi. Maður hreinlega hefur ekki áhuga lengur.

Takið ykkur á núna. Setjið einhvern aðila í stólinn og setjið galdralím á rassinn á honum/henni svo að honum/henni verði ekki vellt úr stólnum eða hann/hún komist ekki þaðan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Áður var rokk í Reykjavik, núna er rugl í Reykjavik.

Heidi Strand, 25.8.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

You got thet RIGHT!

Baldur Gautur Baldursson, 27.8.2008 kl. 15:08

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi færsla var alveg snilld! Já, ég var að kommentera eitthvað áðan, allt fullt af stafsettnigarvillum. Búin að vera svo lengi í Svíþjóð að maður var næstum búin að gleyma að þetta land væri til.

Rugl í Reykjavík er ágætis lýsing. Maður verður stórundarlegur á að vera í þessum graut of lengi. Er ekki hægt að búa til bíómynd um Ísland eins og það er í dag? Fá Mr. Been í aðalhlutverkið? Hann gæti leikið Geir Haarde! Sama brosið og gáfnafarið alveg í takt. Þeir eru með voðalegt kjaftavit íslenskir stjórnmálamenn.

Mona Shalin keypti súkkulaði óvart með  Ríkiskorti og glopraði forsætisráðherastól fyrir vikið. Á 'islandi gefa menn hver öðrum gjafir, banka, fyrirtæki, eignir og bara peninga ef þeir eru í rétta "genginu".

Jæja, ég fattaði ekki að þú værir í Svíþjóð fyrr enn núna. Á Íslandi hlusta menn ekki á hvern annan. þeir heyra voða illa og tala hátt. Svo varð ég fyrir aðkasti því ég hef engan áhuga á handbolta. Hef enga hugmynd um reglur eða neitt. Þeir fengu Fálkaorðuna fyrir silfurpeninginn frá Kína. það hlýtur nú að hafa peppað þá upp. 'eg er ekki búin að sjá þennan fræga leik og efast um að ég nenni því nokkurtíma. Fer frekar á bíó eða eitthvað.

Þetta með galdralímimið er ekki svo vitlaus hugmynd. Ég er bara einu sinni búin að sjá galdralím þrælvirka. Það var sett á löggumótorhjólið hans Berta Möller sem söng líka í lögreglukórnum. Skellinöðrustrákarnir voru orðnir svo þreittir af pípinu í honum. Það þurfti að fara með hann á spítala þega þeir náðu að skrúfa hnakkinn af. Þetta fór í gegn um leðurbuxur. það hlítur að bera hægt að skella þessu bæði á alla þingstóla ig þessa Borgarstjórn sem er engin stjór. Bara rugl.

Þeim finnst þeir vera allt í lagi sjálfir, það er það sem er svo alvarlegt. Þetta eru bara hreinræktaðir bófar, og þeir vita ekki af því! Algjörlega fáránlegt. Góð síða annars Baldur, sniðug umræðuefni. Er að fletta svona í gegnum þetta. Er ekki búin að blogga svo lengi og kann ekki almennilega á allt sem hægt er að gera...

Óskar Arnórsson, 29.8.2008 kl. 05:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband