Örebro og sćnska sumariđ!

Ţá er mađur búinn ađ fá smjörţefinn af Svensonsumarinu. Einn kunningja okkar Mikka, Henke hefur eitthvert fátal skipta komiđ og fengiđ ađ gista og notiđ af stórstađsmenningunni hér í Stokkhólmi. Ţetta hafa veriđ skemmtilegar heimsóknir. Alltaf gaman ađ sjá ađ fólk fer enn í heimsóknir til hvers annars. Jćja, viđ ákváđum nú í vikunni ađ endurgjalda heimsóknirnar og fórum međ rútubíl (2,5 klst) til Örebro. Rútan var á ferđ til Oslóar međ viđkomu á nokkrum stöđum. Jćja, fólk var ţar nestađ og byrjađi ţegar ađ maula á sitthverju ćtu OG ÓĆTU...   Íslendingar geta nú vart státađ ađ betur lyktandi mat en Svíarnir međ sinn surströmning.  Nóg um ţađ. Manni verđur bara bumbult af hugsuninni.  Annars eru frćndur okkar Svíar nú ađ gófla í sig humri sem ţađ vćri á fćribandi. Humarinn ţennan kalla ţeir kräftor. Minna humarveislur ţeirra helst á matorgíur auđugra Rómverja fyrr á tímum. Svona líta ţessi monster út - og fólk leggur sér ţetta til matar. Dýrkunin er komin á ţađ stig ađ frímerki hefur veriđ gefiđ út međ afmynd ţessara óargadýra:

DSCF1428

Nóg um matsiđina. Ţegar komiđ var til Örebro, var ferđaplönum breytt og ferđinni heitiđ til Fagersta tjaldsvćđisins eđa réttara sagt tjaldvagnasvćđisins. Ekiđ var gegnum Lindesberg og síđan af ţjóđveginum og á týpískan íslenskan sveitaveg međ holum og allt!  Fínir dagar fóru í hönd og var grillađ og spilađ, fariđ í göngutúra og slíkt sem tilheyrir sumarferđ út á landiđ.  Happy   Á einni svona gönguferđ rákumst viđ á lítinn, kannski 15 - 20 cm langan snák. Hann var drjúgur međ sig ţrátt fyrir smćđ sína, reisti sig upp og reyndi ađ höggva til okkar ţegar viđ nálguđumst of mikiđ. Svo viđ bara létum snáksa vera í friđi, en ég gaf honum nafniđ Smákur;  hann var jú smár og snákur!  Smákur litli.   Mynd af honum neđst í umfjölluninni.  Góđir dagar sem voru nauđsynlegir rétt áđur en skólarnir byrja. Námiđ viđ Högskolan í Falun byrjađi nú á mánudag. Ţetta er ađ mestu leyti fjarnám, svo nćrveru minnar var ekki krafist. Uppsala háskóli krefst hinsvegar nćrveru núna á föstudag en ţá hefst haustönnin ţar, mín síđasta haustönn ţar.  Joyful 

Í gćrkvöldi var svo ekiđ til Örebro aftur úr sveitinni. Ţađ rigndi en ţađ skyggđi ekkert á ánćgjuna af ţví ađ hafa veriđ á smá flakki.  Vegna veđursins var ákveđiđ ađ leyfa mér ađ fá nasasjón af ţví sem kallast sćnsk kvikmyndalist og nú tölum viđ ekki um hálfhljóđar svarthvítar 4 tíma filmur Ingmars Bergmann. Ónei, nú var ţađ kvikmyndin Smala Sussie, ( http://www.moviezine.se/filmsidor/smala_sussie.shtml ). Myndin sem hefur alveg ótrúlega fyndin söguţráđ, flćktan fram og tilbaka, svolítiđ Pulp Fiction-leg.  En fyrst og fremst er ţetta grínmynd hjúpuđ hinum vermlenska framburđi sćnskunnar (Värmland liggur mót landamćrunum ađ Noregi, norđur um stóru vötnin Vänern og Vättern).  Ferlega fín og skemmtileg kvikmynd og ég fékk illt í magann af hlátri!!!  Er ţađ merki um ađ ég er farinn ađ "försvenskast"?

DSCF1403

Á myndinni ađ ofan getur ađ líta litlu höfnina viđ hjólhýsahverfiđ.  Bátarnir skvömpuđu ţarna, margir međ kräft-búrin tóm eftir velheppnađa veiđi og enn betur heppnađa átveislur  :)   Jćja, best ađ slútta ţessu núna í bili. Langađi bara ađ segja frá ţví hversu gaman ţetta var og hvađ mér leiđ vel.  Fannst gott ađ komast frá hversdeginum eftir helgina.  Hérna kemur svo Smákur litli:

DSCF1398 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband