Ég veit hvert peningarnir fóru sem nota átti í nætursjónauka

Lesið gjarnan bloggið hennar Ólínu Þorvarðardóttur:  

http://olinathorv.blog.is/blog/olinathorv/entry/626408/   Það er skelfilegt að sjálfsupphafningin, siðleysi stjórnmálamanna þurfi að kosta okkur þjóðina svo mikið.  Hversu betur hefði ekki þessum greiðslum til stjórnmálamanna - til auglýsingaferða þeirra sjálfra - verið betur komið við kaup á nætursjónauka fyrir Landhelgisgæsluna?   Ég held að þótt við séum stolt af okkar silfupeningum frá Peking, þá held ég að þjóðin vilji frekar geta bjargað fólki heldur en að sjá Þorgerði Katrínu og hennar samstjórnarfólk á áhorfendapöllunum í Hreiðrinu í Peking.  Ég get ekkert fyrir útskýringar um að það hafði verið "rétt" að senda helling af stjórnmálamönnum, ráðuneytisstjórum og mökum þeirra  - mér stendur öryggi landsmanna og gesta okkar á Íslandi hjarta nær en að greiða undir rassinn á þessum stjórnmálamönnum sem hvort eð virðast vera okkur bara til óbærilegrar byrðar.


mbl.is Nætursjónaukar aðeins í einni þyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Arnar Gunnarsson

Einmitt það sem mér datt fyrst í hug þegar ég sá fréttina. Þessum milljónum hefði betur verið varið í nætursjónauka fyrir Gæsluna en að koma ráðamönnum tvisvar á handboltaleik í Kína.

Ólafur Arnar Gunnarsson, 28.8.2008 kl. 16:17

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Baldur Gauti Baldursson;  Mannst þú eftir því, þegar Sverrir Hermannsson fyrrverandi alþingismaður,  ráðherra og landsbankastjóri var húkkaður með buxurnar á hælunum og stóran brúnan í nærunum sínum og rekinn úr bankastjórastólnum, þegar hann og fleiri bankastjórar ríkisbankanna höfðu sólundað opinberu fé frá bönkunum með fínum og flottum laxveiðitúrum og boðið fínum og flottum erlendum og innlendum viðskiptavinum og öðrum gestum (og mökum þeirra) í rándýra laxveiðitúra.....þá sagði aumingjans karlinn hann Sverrir: "Já, en þetta hefur alltaf verið gert svona!!!

Hversvegna má ekki Þorgerður Katrín og hennar lið líka?   Þetta eru jú flest Sjálfstæðismenn líka!?  Og þetta hefur alltaf verið gert, sama úr hvaða flokki sem er.   Ekki voru bitlingakratarnir barnanna bestir - Ha, eða hvað Ólína Þorvarðardóttir?!?!?!

Kær kveðja, Björn bóndiïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 28.8.2008 kl. 17:25

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Rétt!   Gaman að heyra viðhorf ykkar :)  Takk!  Manni finnst maður oft vera einn með svona vangaveltur!

Baldur Gautur Baldursson, 28.8.2008 kl. 17:35

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég botna nú ekkert hvað fólk er að reikna nætursjónauka og þessa leiki í Kína. Ríkisstjórnin er alveg samstillt eins og argasti bófaflokkur, bara "gengi" sem kemur ekkert við nema vinum og vandamönnum. "vinur vina sinna" er kölluð Mafía á Sikiley sem var nú stofnuð upprunalega í göfug tilgangi. Svo fengu þeir enhverja óvita í toppstöður og þá breyttist allt og er enn sama vesenið á þeim held ég. Á Íslandi heitir sama fyrirbæri Sjálfstæðisflokkur og er kosin aftur og aftur. Geir Haarde er asni og Davíð alvarlega heilabilaður. Þetta er apsjæalfsögðu ekki þeim að kenna. Maður vorkennir nú veiku fólki, er það ekki? Ef þú ert prestur fyrirgefur maður þeim bara ekki  þangað til landið er farið á hausinn? Hvað er að fólki að kjósa svona fólk? Allt árið í Borgarstjórn hefur farið í að rífast um hver á að sitja á hvaða stól! Hugsa sér að hafa fólk í vinnu sem ekki kunna að sitja og halda fund. Ég á nú 6 börn og þetta eilífa böldur hver ætti að sitja frammí. Þetta hætti þegar þau voru 12 ára. Rosalega varð ég fegin. Svo kemur maður til Íslands eftir tuttugu ára fjarveru og maður skilur varla um hvað fólk talar lengur! Sum orð hafa skipt um merkingu og allir eru rosa málefnalegir. Háskólinn ungar út splúnkunýjum hagfræðingum og þeir reikna bara burtu öll vandamál á Íslandi. Mér finnst að ætti að senda þá alla saman til USA með einkaþotu og vikta Ameríkana og svo beint til Afríku og vikta sveltandi fólk. Svo er vara að leggja saman og deila í með tveimur og málin eru leist á báðum stöðum. Amerkanar hætta að vera feitir og Afríka öll mett eftir útreikninganna.

Það er eitthvað ferlega klikkað á þessu landi sem ég botna ekkert í. menn eru enn með  gamla glæpasýstemið að taka lán í banka og fær maður ekkert að vita hvað mikið maður á að borga til baka!! Ég hélt að allt svona væri á þjóðmynjasafninu!! Og engin segir neitt! þetta hlítur að vera mesta lúðaþjóðfélag í heiminum. Ég ætti nú að vita það. Ég er íslenskur! Meira að segja að vestan!

Ég varð agndofa í dag þegar ég sá eitthvað topphænsnið í Glitni hóta allri þjóðinni að flytja alla banka úr landi. Hvað þýðir það? Það þýðir að þeir geta ekki kreist meiri peninga úr fólki og vilja eitthvað annað að ræna og rupla. Var þeim annars ekki gefnir þessir bankar? Af ríkinu sjálfu! Og hvað skeður! Ekki neitt! Fólk verður bara hneykslað í einhvern smá tíma svo er málið dautt.

Jæja, ef allir bankar fara úr landi, þá verður bara einn bankstjóri til í landinu og þetta hlýtur að vera draumurinn hans að hver og einneinasti Íslendingur verður að koma til hans til að fá lán.

Hefur engum dottið í hug að gefa kallinum sprautu og keyra með hann á klepp? Enn það eru svo sem svo margir sem þyrftu að fara þangað að kannski er bara best að hafa þetta svona. Bara einhvernvegin. Meira ruglþjóðin að leyfa þetta. Það hafa orðið Borgarastyrjaldir af minna tilefni. Enn á Íslandi fá menn sér bara kaffibolla og ræða í rólegheitunum um hversu mikið hafi verð stolið af þem dagin áður. Svo fara þeir bara í vinnunna. Meðan það endist. Líklegast fer svoleiðis að hætta líka. þetta er eins og risastór söfnuður heila-lamaðra. Stórundarlegt alveg..  

Óskar Arnórsson, 29.8.2008 kl. 04:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband