28.8.2008 | 18:28
Fánaborg hvað þá!
Fánaborg!
Þetta er nú bara einn fáni. Fánaborg er síðast þegar ég vissi þegar mörgum fánum er safnað saman í þéttri uppsetningu fánastanga - öðrum kosti að gerð sé svona "fánaborg" með því að hvirfla saman ca. 5 fána.
Íslensk fánaborg í Aþenu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
hehe kannski eru þeir bara pínulitlir á bak við rútuna
Fanney Dagmar Baldursdóttir, 28.8.2008 kl. 18:34
Já sennilega. EN fánaborg er þetta engin. Mér finnast fánaborgir asnalegar svo ég segi það nú bara enn og aftur. Nægir ekki einn fáni! Einn fáni segir allt! Margir eru til óþurftar og gera þjóðernistilfinningu mína að engu.
Baldur Gautur Baldursson, 28.8.2008 kl. 18:44
ég held ég skilji hvað þú átt við Baldur, less is more. Einn lítill fáni segir allt sem segja þarf, einn 50 metra fáni væri hins vegar kannski of mikið. Flott prófílmynd
Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 01:33
þeinx Daníel
Baldur Gautur Baldursson, 29.8.2008 kl. 18:50
Smá epilog.... Ég skil ekki þetta með magnið/fjöldan. Að sjá einn (ekki upplitaðan eða gauðslitinn fánan í réttri stærð) blakta fallega við stöng, virkar sterkara á mig en að sjá heila helling út um allt. Maður skilur þetta með fánann þegar maður hefur séð hvernig Danir frændur okkar elska og virða sinn fána, í gleði og sorg. Honum er haldið frammi þegar þeir fagna, gleðjast eða eru bara stoltir, en einnig þegar þeir syrgja og tjá hluttekningu sína. Þetta er atferli sem við getum lært af og reynt að skilja hvað það ber með sér að eiga fána, fána sem ataður hefur aldrei verið blóði, stríði, þjáningum.
Það eru fáir sem vita að allir þessir randafánar, sem skiptir eru t.d. i þrjá hluta, eru fánar afleiddir oft af stríðum. Stríðu þar sem oft héldust í hendur óvæntir sigrar eða skyndileg ósigrar, þá er best var að deila upp fánanum í snarhasti og fara undir huldu höfði. Þessvegna var best að hafa auðvelda skiptingu á fánahlutum og geta svo sameinað hlutana þegar betur gekk.
Baldur Gautur Baldursson, 30.8.2008 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.