Kauphallarsvik - eða bara að kunna spila út sínum spilum?

Nú hefur það gerst á ný innan "Kauphallar Íslands" að einhverjum hefur gleymst að lesa reglurnar. Æji, en leiðinlegt. En hvaða máli skiptir þar svo sem? Aurarnir sem þið eruð að velta fyrir ykkur eru hvort eð er bara ímyndaðir peningar. Það er ekkert raunverulegt með það sem þið eruð að gera. Ég hugsa oft til ævintýri Hans Christians Andersen um Nýju fötin keisarans.  Þetta snýst bara um að enginn vill viðurkenna staðreyndir: Að pengingarnir sem þið spilið með eru ekki til. Fyrirtækin sem þið eruð að kaupa og selja eru knappast til, nema þá sem kennitölur eða skuggar þess sem þau eiga að vera, en annað ekki.  Fyrirgefið mér ef ég segi óþægilega hluti, en hér æpir barnið: Hann er allsber, keisarinn er ekki í neinu!

Læt að gamni fylgja með ljóð Steins Steinarr:

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.

(Og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði.)

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið. 


mbl.is Kauphöllin áminnir og beitir Nýsi févíti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband