29.9.2008 | 16:52
Hvar eru gömlu góðu bankastjórarnir?
Nú eru dagar jakkafatapabbastrákaklúbbsins liðnir. Fólkið vill reynda menn, annað hvort okkar gömlu bankastjóra sem stjórna gátu bönkunum áður fyrr eða hreinlega fá inn erlenda aðstoð. Ég hallast að því síðarnefnda. Hvers vegna ekki að sækja eftir erlendum ráðgjöfum og láta þá koma bankakerfinu og þjóðarskútunni á réttan kjöl?
Stjórnendur Glitnis hefðu mátt fara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
...og þá skoðun þína byggir þú væntanlega á því að miðað við stöðu erlendra fjármálafyritækja og stöðu alþjóða fjármálakerfisins almennt þá séu ekkert nema stakir snillingar þar við stjórnvölinn ?
Magnús Birgisson, 29.9.2008 kl. 17:01
Nei vinurinn, ég hafði hugsað mér að sennielga væru til fræðimenn í fjármálum í einhverju góðum háskóla með nægilega þekkingu og vit, reynslu og fagmennsku að kalla mætti einhvern heim til Íslands. Auðvitað eru vandræðin erlendis ekki minni. Hugsun mín var að einhversstaðar væri að finna gamla góða spekúlanta þar sem vissulega Ísland virðist þurrausið af slíkri þekkingu. Þá er ekki annað að gera en að sækja þekkingu frá útlöndum.
Baldur Gautur Baldursson, 29.9.2008 kl. 19:02
Jesús kristur segi ég nú bara - þvílík og önnur eins vit- og rökleysa hjá þér!
Gömlu bankastjórana eða erlenda aðstoð?? Það er greinileg ástæða fyrir því að þú ert listfræðingur, því eins og allir vita þá gerir fjarlægðin fjöllin blá og mennina mikla - gömlu bankastjórana í þessu tilviki.
Hvað erlenda aðstoð varðar þá fæ ég ekki betur séð en að víðast hvar erlendis sé staðan talsvert verri en á Íslandi.
Sigurður, 29.9.2008 kl. 19:08
Hvad viltu gera sjálfur? Faerdu okkur lausnirnar a fati og leiddu okkur i ljos sannleika og hagsaeldar! En spennandi!
Baldur Gautur Baldursson, 29.9.2008 kl. 19:54
Ég vil að "sænska leiðin" verði farin, líkt og verið er að gera nú. Að dælt verði fjármagni í þær stofnanir sem eiga sér viðreisnarvon en hinar látnar lönd og leið. Hún gengur í stuttu máli útá að lánadrottnum eru boðnar tryggingar en ekki hluthöfum.
Það var stiklað á stóru um "sænsku leiðina" á mbl.is um daginn:
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/09/22/voldu_bandarisk_stjornvold_saensku_leidina/
Láttu mig svo vita hvort þú viljir í alvöru fá gömlu bankastjórana aftur
Sigurður, 29.9.2008 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.