Afturgöngur femínismans

Gangbrautarmerki í Stokkhólmi 

(mynd)

Ég var að lesa í fréttablaðinu Metro í morgun, um leið og ég ferðaðist með strætó niður í bæ. Á síðu þrjú rakst ég á þessa litlu mynd af annars góðkunnu umferðarskylti sem alla jafnt hefur staðið fyrir gangbraut. Jú og það gerir það enn í dag. En efni textans gerði að ég gat ekki annað en kímt. Eftir ötullega báráttu, athugið sérstaklega orðið ötullega baráttu kvenna á þingi Svía, Riksdagen - hefur þeim orðið áorkað að í framtíðinni skulu bæði umferðarskylti með kvenmönnum og karlmönnum vera til leiðbeiningar gangandi vegfarendum og akandi.

Óskaplega er fyndið að konur, sem berjast fyrir jafnrétti á við menn séu að baxlast í þesskonar baráttu. Ekki hjálpar þetta nýja merki konum á atvinnumarkaði hót, eða heimavinnandi konum sem alla tíð hafa verið ósýnilegar í fjarska vanmetnum störfum sínum. Nei, því miður. Þetta umferðar merki hjálpar þeim ekkert meira en okkur körlunum, - en yfir götur.

Hitt finnst mér þó svolítið skondið að konur séu að berjast fyrir því að hinni sterku kynjahlutverkaskipan sé við haldið. Með þessu umferðarmerki "gangbrautarmerkinu" er verið að notast við hefðarhelgað tákn um konu í kjól.  (Fæstar konur ganga í kjól - hverju sem því líður). Mér finnst þetta kannski skýra helst hvað réttindabarátta og kröfur kvenna eru annað hvort, komnar skammt á veg eða hreinlega komnar afvega!  Hvaða tákn þekkjum við þar sem konur eru táknaðar með þessu tákni kúgunar (að konum var gert að ganga í kjólum en ekki síðbuxum). Hvaða tákn eru skýrust í þessu sambandi?  Ég leyfi mér að hugsa til snyrtiherbergja á opinberum stöðum. Er ekki hægt að setja eins "unisex" merkingu og láta alla notast við sömu snyrtiherbergi. Tökum burt pissuskálarnar og "skápum" þarfir allra og notum bara unisex mynd af persónu sitjandi á kósetti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband