3.10.2008 | 09:52
Kirkja og kannabis
(mynd)
Hedlundakirkjan í Luleåstifti hér í Svíþjóð sendi um daginn frá sér safnaðarblað. Undir mynd af fallegu laufblaði stóð: ".. opið fyrir þá sem eru opnir og áhugasamir fyrir að purfa nýja hluti". Já sannarlega er kirkjan farin að reyna fyrir sér með mismunandi form auglýsingamennsku. Einhvern veginn efast ég þó um að "opnum og áhugasömum" hafi verið boðið til hassreykinga í safnaðarheimilinu eða fólki boðið til hringreykinga með hinum himnesku friðarpípu. Auðvitað myndi kirkjan fyllast af fólki, það er ekki spurning um það. Líklega myndi þá eitthvað svífa yfir vötnunum annað en orðið og andinn.
Nei svo sannarlega var það ekki með vilja að hassblaðið fékk að skreyta síður safnaðarblaðsins. Ætlunin var að notast við hin fallegu blöð japanska hlynsins, sem er snarlíkur hinum áhrifagefandi græna ættingja sínum af ættinni Cannabis :)
En eftirspurn eftir fréttablaði Hedlundasafnaðarins hefur aukist og blaðið góðkunna verið söfnuðinum til mestu hjálpar. :)
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 8.8.2009 kl. 09:27 | Facebook
Athugasemdir
Spaugilegt
Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:10
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 3.10.2008 kl. 12:27
Allt er vænt sem vel er grænt!
Baldur Gautur Baldursson, 4.10.2008 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.