26.10.2008 | 08:50
Sárt bítur soltin lús
Kaldhæðni bloggara segir kannski allt um hversu sjúkt þetta allt er ennþá í fjármálaheiminum. Lesið hvað bloggarar segja um þessa frétt af þakksamlegu örlæti Finns bankastjóra. Hvílíkur öðlingur. Þetta er sem manna frá himnum. Því nú höfum við hin meira til skiptana.
NEI!
Ekki nóg með að við höfum verið hnífstungin í bakið, heldur er nú hnífnum snúið í sárinu og ennfremur skal saltað í sárið um leið. Finnur Sveinbjörnsson, nýráðinn bankastjóri banka sem varla einu sinni er til - sem er að minnsta kosti óstarfhæfur hefur nú beðið um 200 000 króna launalækkun! Hjálpi mér hamingjan. Það er dropi í hafið! Það er skiptimynt í vasa hans. Ég tek fram að ég er ekki einu sinni með 100 000 að lifa af á mánuði. Hversu siðlaust er þetta ekki? Mér líður eins og það hafi verið hrækt í andlitið á mér, og ég bara sleiki út um því ég hef ekki fengið neitt að borða.
Halló Íslendingar, látiði þetta viðgangast! Mín tillaga er: Jafnaðarlaun fyrir alla Íslendinga næstu 2 árin. Enginn fær minna en 300 000 og enginn fær meira en 700 000
Bað um launalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér.
Tillagan þín er goð.
Heidi Strand, 26.10.2008 kl. 14:10
Heyr heyr !!!!! ég pant hafa 700.000.-
Knúst til þín Baldur minn.
Vibba
Vilborg Auðuns, 26.10.2008 kl. 22:51
Eitthvað verður að gera. Þessar fáu krónur sem við höfum til ráðstöfunar verða að skiptast jafnt. Svona er það bara!
Baldur Gautur Baldursson, 27.10.2008 kl. 14:07
300.000-700.000 :O
Skildu þeir skilja að þetta eru auðæfi fyrir marga?
Fanney Dagmar Baldursdóttir, 29.10.2008 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.