Hvar voru þessir efnahagsráðgjafar fyrir efnahagshrunið?

Það er alltaf létt að vera vitur eftir á. Verst að þessir oflaunuðu "ábyrgðarmenn" og svokölluðu efnahagsráðgjafar gegndu ekki skyldum sínum og sýndu ábyrgð FYRIR hrunið. Þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir hluta vandans.

Nú eru fyrirtæki að segja upp starfsfólki um allt til að lækka launakostnað fyrirtækja til að bjarga eigin skinni og samdrátturinn er að aukast um allt.  Nú kemur fram fólk sem greitt hefur verið fyrir "ábyrgðarstöður" sínar úr vernduðu umhverfi stofnanna og ráðuneyta. Fólk sem veifar hvítum fánum og segir hróðugt; "Já við verðum að fara yfir allt fyrir opnum tjöldum".   Hvaða eindæmis forheimska er þetta?   Er það ekki það sem þetta fólk var ráðið til að gera í upphafi?  Ég er orðinn leiður, verulega leiður á öllum þessum lygum að þjóðinni, að þér og mér!


mbl.is Kjörumhverfi fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru allir að reyna segja krónu elskandi Seðlabankastjóra að gjaldmiðillinn væri handónýtur, en samt þráaðist Davíð við og sagðist hafa mikla skömm á þeim mönnum. Nú upplifum við afleiðingarnar af því að engin þorði að gera neitt af viti vegna ótta við Davíð og persónudýrkunar stórs hluta Íslendinga á manninum. Það er sorglaga staðreyndin um þetta allt saman. Ert þú nokkuð einn af þessum persónudýrkandi mönnum sem enn hanga á því að Davíð hafi rétt fyrir sér og allir hinir séu að fara með rangt mál? Nei ég er að stríða þér, ekki taka mig alvarlega, ég er bara að djóka svona í og með. Tveir hagfræðingar voru búnir að benda á að illa gæti farið, Guðmundur Ólafsson og Þorvaldur Gylfason.

Valsól (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Reyndar er það ekki krónan sem skella á skuldinni á, heldur stjórn krónunnar. Krónan sem mynt er ekki sökudólgurinn, heldur þeir sem ráði hafa gengisskráningu hennar og skapað þær aðstæður sem hún finnur sig í.

Baldur Gautur Baldursson, 9.11.2008 kl. 11:19

3 identicon

Svo var Vilhjálmur Bjarnason var líka lengi búinn að benda á máttleysi hluthafafunda og vankanta í útrásinni ... og eins og með aðra spámenn var ekki hlustað á hann.

Erlendis frá hef ég undanfarin tvö ár reglulega fengið að sjá greinar m.a. frá Þýskalandi um veika stöðu útrásarinnar, Glitnis, Kaupþings. Þegar þær bárust hingað var talað um öfund ...

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband